Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 6
58
SKINFAXl
lega við listiðkunum. Dvaldi liann það ár i Reykjavik
og teiknaði og mótaði jöfnum höndum, hvorttveggja
af kappi miklu. Teiknikennslu naut hann lijá Stefáni
Eiríkssyni myndskera, en auk þess leiðbeindu þeir
honum á margan liátl og hvöttu hann, málararnir Ás-
grímur Jónsson og Þórarinn B. Þorláksson. Einkum
hneigðist hugur G. að myndhöggvaralist. I henni hafði
hann enga beina kennslu, en vist mun Rikarður Jóns-
son liafa verið honum miklu hetri en enginn í þeirri
grein. Hafði G. vinnustofu á sama stað og Rikarður
i þenna mund.
Guðmundur réðist, þetta fyrsta listamannsár sitt, í
stórvirki eitt, er sýnir bæði furðulega djörfung og
geysilegt sjálfstraust. Hann tók að sér að gera sjö högg-
myndir úr viðskiptasögu íslendinga, og átti að prýða
með þeim anddyrið í stórhýsi því, er Nathan & Olsen
voru þá að reisa í Reykjavík, en Reykjavikur Apótek
á nú. Hann hóf stórvirki þetta með sama áræði og
móðurfeður hans neyttu, er þeir ýttu úr vör í tvísýnu
veðri; og seigla hans við verkið var sama og þeirra
við barninginn frá miðum. Hann leysti verk silt af
hendi með sæmd, ólærður æskumaður, og höggmynd-
irnar sjö komu á stallana, er þeim voru búnir. Auð-
vitað eru viðvaningsmerki bersýnileg á þeim, en ann-
að væri kraftaverk. Myndirnar eru: víkingur, goðorðs-
maður, Björn .Tórsalafari, Guðbrandur biskup, Skúli
fógeti, Jón Sigurðsson og Tryggvi Gunnarsson. — G.
fullgerði myndirnar að öllu leyti á eigin spýtur og
steypti þær sjálfur í gips. Hver þeirra er 1,45 m. á
hæð, og mikið verk á sumum. — Auk þessa stórvirkis
bjó G. til nokkrar mannamyndir um þctta leyti.
Tvö ár dvaldi G. í Reykjavík, við vinnu og nám..
Hafði liann þá nurlað saman 1200 krónum og lagði
af stað með þær til Kaupmannahafnar. Lauk hann
inntökuprófi í listaháskólann og stundaði þar nám í
átta mánuði. En þá var fé hans þrotið og engan styrk