Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 17
SKINFAXI 69 Uppeldisgildi íslenzkrar glímu. L Hverjir eru þeir dagar, er örfa ungt fólk óðfúsast til leika ? Eg hygg, að það séu unglingsárin, jiegar óróleiki og eftirvænting læsir sig um hverja taug, þcgar vax- andi þrótturinn þarf ný og ný við- fangsefni, þegar ekkert takmark er of fjarri, til þess að keppa að, þeg- ar litlar veilur eru i sjálfstraustinu, en leikurinn er livild frá störfum og jafnsjálfsagður til lífsviðurhalds eins og loftið, sól- skinið og svefninn. Eg býst við, að þeir, sem komnir eru yfir tvitugt, þekki þessa ólg- andi þrá, þessa á- sælcjandi útrás fjörsins, sem brýzt fram í þörf, til þess að faðma og kyssa eða fljúgast á, fleygja sér nöktum í svalan sæ- inn eða hlaupa upp til fjalla, komast upp á kletta og tinda, og sjá og vita aðra fyrir neðan sig. Sumir telja, ef lil vill, að bernskan sé örasta skeið æfinnar til hverskonar leika. Eg held, að svo sé eigi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.