Skinfaxi - 01.11.1939, Blaðsíða 92
172
SKINFAXI
leiðslan í landinu sé nú liegar mikil. Sú útgáfa þarf að bera
af þeirri, sem fyrir er um lágt bókaverð, en gefa þó aðeins
út valin ritverk, bæði að efni og ytri búningi. Hún á að safna
föstum áskriföndum með svo lágu árgjaldi, að öll heimili til
sjávar og sveita hafi möguleika til að eignast sitt eigið safn
góðra bókinennta.
Menntamálaráð hefir nú ákveðið að liefja slika útgáfu-
starfsemi. Sennilega mun hún og starfsemi Þjóðvinafélagsins
verða sameinaðar í eilt útgáfufyrirtæki. Það mun liafa hina
beztu aðstöðu til að fullnægja óskum bókavina í landinu. Ár-
gjald fastra áskrifenda verður kr. 10.00. Fyrir þá upphæð
munu þeir fá slikt bókaval, að það verði hin mestu og beztu
kaup, sem hægt er að gera á íslenzkum bókainarkaði. Bæk-
urnar munu verða bæði frumsamdar og þýddar, æfisögur,
skáldrit og alþýðleg fræðirit. Liklega mun tímarit einnig
verða meðal liinna árlegu bóka útgáfunnar. Þannig verður
gerð eins ákveðin tilraun og hægt er, til )að gera hverjum
einstaklingi kleift að eignast gott heimilis- eða einkabókasafn.
Rétt er að taka það fram, að útgáfa þessi mun ekki verða
„pólitísk". — Hún mun starfa á þjóðlegum grundvelli og að
henni vinna menn úr öllum lýðræðisflokkunum. Hún mun
seljá bækurnar svo ódýrt, að treysta verður á mjög háa tölu
fastra kaupenda, og sjálfboðastarf áhugamanna viðs vegar
um land. — Sérstök ástæða er til að minnast á þetta fyrir-
tæki hér i „Skinfaxa“. Ungmennafélgar munu fagnla þvi og
gerast öflugir stuðningsmenn þess.
Ungmennafélögin starfa á þjóðlegum grundvelli. Þau hafa
jafnan unnið að ræktun lýðs og lands. Þau liafa beitt sér
fyrir sjálfsnámi og eflingu heimilismenningarinnhr. Góð heim-
ilisbókasöfn eru nauðsynleg skilyrði hvors tveggja.
Kröfurnar til nútímamannsins eru miklar og margvisleg-
ar. Skólinn getur ekki veitt honum nægilegan þekkingar-
forða fyrir allt æfiskeiðið. Ilann þarf alltaf að vera að afla
sér nýrrar þekkingar. Straumur tímans fellur svo hratt. N>'
sjónarmið eru alltaf að myndast. — Nauðsyn sjálfsnámsins
er liess vegna eigi minni nú en fyrr. Þfað hefir reynzt okkur
fslendingum vel uin aldir og mun einnig gera það i framtíðinni.
Með þvi að gera hverju heimili fært að eignast árlega safn
valinna bóka, er lagður grundvöllur aukins sjálfsnáms og
batnandi heimilismenningar í landinu.
Félagsprentsmiðjan h.f.