Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1939, Blaðsíða 85

Skinfaxi - 01.11.1939, Blaðsíða 85
SKINFAXl 165 an félaganna, en fastir fyrirlesarar hafa ekki fengizt. Erindi hafa venjulega verið flutt á sumarmótunum og í sambandi við aðalfundina. En til þess að bæta nokkuð úr þessu, var reynt að gefa út fjölritað blað, er nefndist „Iíolbeinn ungi“, og hefir það komið út nokkrum sinnum. Á þessum 14 árum hafa setið í stjórn sambandsins: Val- garð Blöndal, Sauðárkróki, 1924—28; Árni Jóhannsson, Hofs- ósi, 1924; Sigurður Ólafsson, Kárastöðum, 1924—38; Björn Jónsson, Bæ, 1925—’29; Kristján Magnússon, Sauðárkróki, 1928 —’29; Sigurður Þórðarson, Nautabúi, 1930; Magnús Bjarna- son, Sauðárkróki, 1930—’35; Páll Erlendsson, Þrastarstöðum, 1931—’33; Jens P. Eiríksson, Sauðárkróki, 1936—’38; Steinþór Jónsson, Grafargerði, 1936—’38. Til að afla sambandinu tekna, hafa héraðsmót verið háð öðru hvoru, en ýmissa orsaka vegna, hafa þau fallið niður nú síðari árin. En þau voru eitt af höfuð-viðfangsefnum sam- bandsins, því að það var metnaður þess, að láta þau fara vel úr hendi. En þau færðu aftur fjármagn til annarra sam- eiginlegra þarfa, auk sambands-skattanna, sem eru litlir. Á árunum 1924—’38 hefir sambandið varið til iþróttamála, i námskeiðsstyrlcjum og til sundlaugar og áhalda, kr. 1705.95, og hafa kr. 1425.00 af því verið styrkir til sambandsfélag- anna. Á sama tíma hafa skattar félaganna til sambandsins numið alls kr. 400.50. Ilefir því iþróttastarfsemi félaganna haft allmikinn beinan hagnað af sambandsstarfseminni. Þó hefir sambandið ekki haft efni á að verja eins miklu fé til iþrótta og það hefði viljað og full þörf var á. Félagsmál. Sendimenn. Sambandsstjórn U.M.F.f. mun gera allmikið að þvi i vetur, að senda menn út um land í heimsókn til ungmennafélaga, innan og utan sambands. Þegar er ráðið, að Halldór Krist- jánsson á Kirkjubóli ferðist um Árnes-, Rangárvalla-, Stranda-, Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur. Hann mun einnig sækja heim héraðsskólana að Laugarvatni, Reykholti og Revkjum i Hrútafirði. — Þá mun Einar Kristjánsson á Leysingjastöðum ferðast milli félaga á Vestfjörðum og sækja heim héraðsskól- ana að Núpi og Reykjanesi. — f ráði er og, að sendimaður frá U. M. F. í. fari um Skaftafellssýslur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.