Skinfaxi - 01.11.1939, Blaðsíða 3
SKINFAXI
83
Og ofí eru þetta menn, sem þykjast vera lýðræðismenn.
„Þeir hafa á sér vfirskin guðhræðslunnar, en af-
neita hennar krafti. Forðastu þvílika“, segir í Helga-
kveri.
Me'nn verða að trúa á stefnu sina og málstað, ef þeir
eiga að geta orðið staðfastir starfsmenn. En menn
mega ekki verða blindir af drembnum hroka, svo að
þeir telji sig liafa einkarétt á öllum sannleika og þoli
ekki að aðrir liugsi og halist við sérkenni þeirra. Öll sú
starfsemi, sem lokar menn inni í sérliópa eða klíkur,
sem ekki viðurkenna þá menn, sem eru utan klíkunn-
ar, er hættuleg. Ekkert er hættulegra lýðræðinu en það
uppeldi, sem varnar fólkinu að sjá og skilja viðhorf
Iiinna, sem Iiafa aðrar skoðanir.
Eg hefi mikla trú á starfsemi ungmennafélaganna í
þjónustu lýðræðisins. Sú trú mín verður meiri og sterk-
ari, eftir því sem eg kynnist ungmennafélögum víðar
og betur. Þetta er þó ekki vegna þess. að umf. hrópi
svo hátt um ásl sina á lýðræðinu, — óheit og hatur á
cfbeldisstefnum. Þau kenna fólkinu lýðræði. Og það
ei mest um vert.
Umf. flokka menn ekki eftir skoðunum. Þar er eng-
inn hrennimerktur né útskúfaður, þó að hann eigi fáa
skoðanabræður. Iiann getur e. t. v. ekki varið skoðanir
sinar fyrir hinum, en honum gefst kostur á að verja
];ær og ræða þær, eins og málefni. Umf. kenna fólki
sínu að sækjast um málin eins og mál, án þess, að
seilast eftir persónulegum ávirðingum andstæðinga.
Slíkt er dýrmætt, og ætti sízt að vera vanmetið í landi
„kollumálanna“, eins og alþýðan nefnir hin ýmsu mál,
sem pólitískir svindlarar þyrla upp til að sverta per-
sónu andstæðingsins og draga athygli fólksins frá þeim
inálefnum, sem raunverulega er barizt um.
Og þetta, að leiða sundurleitt fólk með ýmiskonar
skoðanir saman, til uppbyggilegra félagsstarfa fyrir
samtíðina, eins og umf. gera, -— það er ekki þýðingar-
(5*