Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 85

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 85
SKINFAXl 165 an félaganna, en fastir fyrirlesarar hafa ekki fengizt. Erindi hafa venjulega verið flutt á sumarmótunum og í sambandi við aðalfundina. En til þess að bæta nokkuð úr þessu, var reynt að gefa út fjölritað blað, er nefndist „Iíolbeinn ungi“, og hefir það komið út nokkrum sinnum. Á þessum 14 árum hafa setið í stjórn sambandsins: Val- garð Blöndal, Sauðárkróki, 1924—28; Árni Jóhannsson, Hofs- ósi, 1924; Sigurður Ólafsson, Kárastöðum, 1924—38; Björn Jónsson, Bæ, 1925—’29; Kristján Magnússon, Sauðárkróki, 1928 —’29; Sigurður Þórðarson, Nautabúi, 1930; Magnús Bjarna- son, Sauðárkróki, 1930—’35; Páll Erlendsson, Þrastarstöðum, 1931—’33; Jens P. Eiríksson, Sauðárkróki, 1936—’38; Steinþór Jónsson, Grafargerði, 1936—’38. Til að afla sambandinu tekna, hafa héraðsmót verið háð öðru hvoru, en ýmissa orsaka vegna, hafa þau fallið niður nú síðari árin. En þau voru eitt af höfuð-viðfangsefnum sam- bandsins, því að það var metnaður þess, að láta þau fara vel úr hendi. En þau færðu aftur fjármagn til annarra sam- eiginlegra þarfa, auk sambands-skattanna, sem eru litlir. Á árunum 1924—’38 hefir sambandið varið til iþróttamála, i námskeiðsstyrlcjum og til sundlaugar og áhalda, kr. 1705.95, og hafa kr. 1425.00 af því verið styrkir til sambandsfélag- anna. Á sama tíma hafa skattar félaganna til sambandsins numið alls kr. 400.50. Ilefir því iþróttastarfsemi félaganna haft allmikinn beinan hagnað af sambandsstarfseminni. Þó hefir sambandið ekki haft efni á að verja eins miklu fé til iþrótta og það hefði viljað og full þörf var á. Félagsmál. Sendimenn. Sambandsstjórn U.M.F.f. mun gera allmikið að þvi i vetur, að senda menn út um land í heimsókn til ungmennafélaga, innan og utan sambands. Þegar er ráðið, að Halldór Krist- jánsson á Kirkjubóli ferðist um Árnes-, Rangárvalla-, Stranda-, Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur. Hann mun einnig sækja heim héraðsskólana að Laugarvatni, Reykholti og Revkjum i Hrútafirði. — Þá mun Einar Kristjánsson á Leysingjastöðum ferðast milli félaga á Vestfjörðum og sækja heim héraðsskól- ana að Núpi og Reykjanesi. — f ráði er og, að sendimaður frá U. M. F. í. fari um Skaftafellssýslur.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.