Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 4

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 4
4 SKINFAXI sóma fyrir hina íslenzku þjóð. Sérstaklega skal reyna að leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið.“ Fyrstu ungmennnafélagarnir sýndu það í verki, að þeim var alvara með tilgang félags síns. Þeir gerðust umsvifamiklir, og stundum svo, að þeir móðguðu eldri og reyndari menn, eins og þegar þeir sendu blaðstjór- um áskorun um að vanda belur mál lilaða sinna. Blað- stjórunum fannst að vonum, að þessir ungu menn ætlu ekki að vera leiðbeinendur þeirra, til þess skorti þá þeklcingu. En ekki er eg í vafa um, að þessi umbrot ungmennnafélaganna um fegrun málsins hafi borið talsverðan árangur. Þeir rcyndu að vanda mál sitt, og eg held, að ]iað megi þaklca ungmennafélögunum, að ýmsum orðskrípum, sem virtust ætla að festa sig í málinu, var útrýmt, svo sem orðinu kokkhús. Þá vildu hinir fyrstu ungmennafélagar vinna að því að vekja áhuga þjóðarinnar á sögu hennar og bókmenntum, en livað þeim liefir tekizt í því efni, skal látið ósagt hér. Ungmennafélagarnir munu hafa unnið meira að því en nokkur annar félagsskapur i landinu að velcja áhuga þjóðarinnar á því að eignast eigin fána, og sá þáttur í starfsémi þeirra að magna sjálfstæðisþrá og sjálfstæð- iskröfur þjóðarinnar mun hafa verið sterkari en al- mennt hefir verið gefið gætur. Ungmennafélagar unnu margir vel að því að reyna að fella sambandslagaujip- kastið .1908, en ef það frumvarp liefði verið samþykkt, mundi það hafa stórum tálmað því, að þjóðin liefði leyst sig undan erlendri yfirdrottnun eins fljótt og raun liefir á orðið; þá hefði hún sennilega ekki fengið fullveldisviðurkenningu 1918. Ungmennafélögin vöktu áhuga á íslenzku glímunni, sundi og öðrum íþróttum. Ungmennafélögin eiga stóran þátt í sköpun hins nýja tíma á íslandi, liinnar nýju aldar í sögu þjóðarinnar. Við þessi 40 ár síðan Ungmennafélag Akureyrar var slofnað eiga þessi orð Jónasar Ilallgrímssonar: „Það

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.