Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1946, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.04.1946, Qupperneq 8
8 SKINFAXI J^teJ-áii ^fálMiion: §káldið Örn Arnarson. Framhald. Rúmlega tvitugur yfirgefur Magnús æskustöðvar sínar og heldur norður lil Eyjafjarðar. Hafði liann fengið loforð fyrir skólavist í Möðruvallaskóla og' hugðist vinna sér fyrir kostnaðinum norður þar. En þegar til átti að taka, varð ekkert af skólaveru hans á Möðruvöllum. Hann var svikinn um skólavistina. Þótti honum nú heldur horfa óvænlega um sinn liag. Var liann næstu missiri á Norðurlandi og vann fyrir sér við ýmis störf, bæði til sjávar og sveita. En lærdómsþráin lét hann aldrei í í’riði, þekkingar- þorstinn varð ekki slökktur. Og haustið 1906 sækir liann um slcólavist í gagnfræðaskólanum i Flensborg og fær hana. Flyzt hann þá suður um land, er i skólan- um um veturinn og lýkur prófi um vorið. Sóttist hon- um námið létt, enda var hann mjög vel undii'búinn. Um sumarið var liann svo i atvinnu, en um liaustið sezt hann í lunn nýstofnaða kennaraskóla í Reykjavík. Er hann því einn af fyrstu nemendum þess skóla. Hann lýkur prófi um vorið, er í atvinnu um sumarið, en um liauslið hverfur hann heim til átthaga sinna og gerist kennari í sveitinni sinni. Dvaldi hann þá á bernsku- lieimili sínu, Þorvaldsstöðum. Það var veturinn 1909— 1910. Magnúsi féll kennslan vel í geð, en þá þegar er lif hans tekið að stjórnast af þeim þáttum í skapgerð hans, er æ síðan réðu úrslitum um atferli lians og afkomu. Ilann unir ekki starfinu nema þennan eina vetur, flyzt suður til Reykjavikur og síðan til Vestmannaeyja, og kemur eftir það aldrei á æskustöðvar sínar til lang- dvala.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.