Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1946, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.04.1946, Qupperneq 28
28 SKINFAXI og fjölskyldna á milli. Margir Ástralíumenn eru þeirrar skoðunar, að þessi skyldleikabönd nái einnig til Banda- ríkja Norður-Ameríku. Ástralski hermaðurinn barð- ist við hlið ameríska liermannsins á eyjunum í Kyrra- liafi, og iionum fannst þeir eiga inargt sameiginlegt. Aulc þess var þáttur Bandaríkjanna í styrjöldinni gegn Japönum svo þýðingarmikill, jafnvel fram yfir skyldu og nauðsyn, að Ástralia mun ekki gleyma honum i bráð. Það eru því lítil líkindi til, að Ástralía amist við, að Bandaríkin fái flugvelli á Aðmírálseyjum, sem Bandaríkjamenn tóku aftur árið 1944, enda mundi það auka á öryggi Ástralíu. Áslralía mun leggja mikla áherzlu á, að góð samvinna ríki með öllum enskumælandi þjóðum. Kjósandi á ný. Einhvern tíma á þessu ári munu fara fram þingkosn- ingar í Ástralíu. Þá munu margir Ástralíumenn ganga að kjörborðinu, sem ekki hefur verið það kleift siðan 1937. Það er að vísu rétt, að hermenn gátu sent atkvæði sin i pósli árið 1940 og 1943, en vegna illra aðstæðna komu mörg atkvæði ekki fram. Þjóðarvilji og stefna Ástralíumanna ætli að verða ljós af þessum fyrstu kosningum eftir stríðið. Þær gætu styrkt verkamannastjórnina, sem kom til valda árið 1941 og hlaut mikinn meiri hluta i báðum þingdeildum árið 1943. Eins gæti farið svo, að kosningarnar sýndu vaxandi fylgi liins íbaldssama Landsflokks eða liins ný- stofnaða frjálslynda flokks, og kjósendur legðu þannig í móti utanríkispólitík og þjóðnýtingu verkamanna- stjórnarinnar. Verkalýðsflokkurinn hefur ekki að svo lcomnu máli í liyggju að setja nein róttæk eða byltingasinnuð lög. Mest áberandi i áætlun flokksins er sennilega ílilutun um bankamálefni og þjóðnýting flugsamgangna og ýmissa langfarartækja.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.