Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 30

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 30
SKINFAXI JUtkr ~J‘\riótjániion: Kvikmjndir og menning. i. Ekki munu vera skiptar skoðanir um það, að kvik- myndir séu áhrifamikið uppeldismeðal i samtíðar- lífi okkar. Hitt munu menn og vera sammála um, að nokkuð sé það misjafnt, hversu góð áhrif liinna ýmsu kvikmynda séu. Eru þar sumir býsna svart- sýnir og telja, að þær séu mjög liættulegar og óholl- ar og ali á virðingarleysi fyrir lögum og allri mann- félagsskipun og teygi óþroskað fólk út á refilstigu lögbrola og óhæfuverka. Hér skal ekki gert neitt allsherjarverkmat á kvik- myndum. Á það eitt skal minnt, sem allir hugsandi menn eru sammála um, að kvikmyndir eru mjög misjafnar, eins og t. d. bækur. Sumar eru einhver beztu tæki, sem kostur er á i þágu sannrar menn- ingar og hollra lífsskoðana. Sjón er sögu rikari gildir þar, og þó e. t. v. alveg sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut. Ilitt er svo jafnvíst, að það er mjög af handaliófi hvernig þær kvikmyndir veljast, sem liafðar eru til sýnis á Islandi. íslendingar eru fáir og þeirra gæt- ir ekki mikið á lieimsmarkaði kvikmyndanna. Fram- leiðslan þarf þvi ekki að miðast við óskir þeirra sérstaklega. Hinsvegar er mér ekki kunnugt um, að kvikmyndahúsin hafi nein samtök með sér til að mörg fjárhagsleg og liagfræðileg vandamál i för með sér á næstu árum. En hermaðurinn, sem er nýkominn heim, hyggur þau ekki vera óleysanleg. Hann trúir á eflingu hinnar ungu, kröftugu þjóðar i Suður-Kyrra- liafinu, sem hann barðist svo liraustlega fyrir hin erf- iðu styrjaldarár.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.