Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 35

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 35
SKINFAXI 35 mynda öflug samtök meðal NorSurlandaþjóðanna á þann hátt, að margar þjóðir gætu lilotið blessun af. Og án þess að ég vilji ala á nokkrum liégómlegum metnaði má henda á það lxér, að íslendingar mættu vel við una að eiga frumkvæði þessa máls. Norræn samvinna á að vera meira en veizludýrð og glasa- glaumur. Einmitt í lausn svona mála á hún að sýna ágæti sitt og göfgi. Hér má svo minna á það, að ekki er ósennilegt að meira verði um það hér eftir en liingað til að taka kvikmyndir á íslandi. Þau hneyksli ættu ekki að end- urtaka sig, að islenzk skáldrit yrðu kvikmynduð i framandi landslagi eíns og Fjalla-Eyvindur Jólianns Sigurjónssonar. Ilitt finnst mér ekki ósennilegt, að ýmsir þættir úr fornsögum okkar yrðu brátt kvik- myndaðir og þættu áhrifamiklar mvndir. Ætli t>að mætti ekki fá tilkomumikla mynd af kristnitökunni, og það á þann veg, að hún ætti erindi til allra hugs- andi þátttakenda í mannlegu samfélagi hvar í heimi sem er? Og skyldi það ekki geta orðið minnisstætt og hugleikið að sjá, er Hallur af Siðu lætur son sinn hótalaust til að afstýra vandræðum, er Bergþóra gengur í hinnzta sinn til hvílu með bónda sinum, Ingimundur gamli leynir sári sínu, eða þá hins vegar er Hildigunnur steypir skikkjunni yfir Flosa? Þessi atriði læt ég nægja að nefna til umhugsunar af öllum þeim sæg fornsagnanna, sem íslenzk alþýða hefnr séð fyrir sér og mótast af á liðnum öldum. En ef svo fer, að íslenzkar bókmennlir yrðu talsvert kvik- myndaðar j framtiðinni, myndi eðlilegast og bezt, að það yrði leyst með samvinnu landa á milli, og er þar önnur hlið þess starfs, sem bíður væntanlegs kvik- myndaráðs íslendinga. Þetta er þó atriði, sem engu breytir um það, sem er aðalefni þessarar greinar, en gaman getur verið að því að láta liugann dvelja við þá framtíðarsýn, að islenzkir listamenn hjálpi til að 3*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.