Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 50

Skinfaxi - 01.04.1946, Page 50
50 SKINFAXI I’róf. Richard Beck liefir fyrir nokkru skrifað ritara U.M.F.Í. og beðiS liann að flytja íslenzkum ungmennafélögum innilegar kveðjur, þakk- ir og árnaðaróskir fyrir kynninguna í ferð sinni hér á landi sumarið 1944. Hefir hann heitið Skinfaxa hugvekju við tæki- færi. Kjartan Jóhannesson söngkennari frá Ásum liefir i vetur haldið söngnámskeið hjá allmörg- um Umf. i Árnes- og Rangárvallasýslu, að tilhlutan U.M.F.Í., við ágætan árangur. Jafnfraint hefir Kjartan kennt orgelleik. Minningarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar kennara nemur nú kr. 21.613.95. Nýlega hefir sjóðnum borizt höfð- ingleg gjöf, kr. 1500.00 frá Föroya Lærarafélag, Tórsliavn í Færeyjum. Stjórn sjóðsins mun bráðlega gefa út minningarspjöld til þess að afla sjóðnum tekna. Einnig er tekið á móti gjöfuin i sjóðinn af stjórn U.M.F.Í. og afgreiðslu Tímans í Reykjavík. Ornefnasöfnunin. Ungmennafélög! Munið, að senda Iíristjáni Eldjárn mag- ister, Þjóðminjasafninu, Reykjavík, úrlausnir ykkar i ör- nefnasöfnuninni, þegar þið hafið lokið henni, hvert á sínu svæði. Leitið einnig til hans með allar upplýsingar varð- andi það starf. Ný sambandsfélög. Þessi ungmennafélög hafa nýlega gengið i U.M.F.Í.: Umf. Yísir í Reykjarfjarðarhreppi, N.-ísafjarðarsýslu. Formaður Friðrik Guðjónsson, Reykjarfirði. Umf. Gísli Súrsson, Hauka- dal, Dýrafirði. Formaður Helgi Pálsson, Haukadal, og Umf. Arorboðinn í Þingeyrarhreppi, Dýrafirði. Formaður Sigurður Friðfinnsson, Ketilseyri. Félögin telja um 100 félagsmenn. Ungmennafélagar! Ef þið hafið ekki greitt árg. Skinfaxa 1945, þá gerið ski! nú þegar til stjórnar viðkomandi Umf., sem annast greiðsl- una til U.M.F.Í.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.