Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 2
SKINFAXI
tf/fttenna (tckajjé/agið
Októberbók félagsins er:
Þrettán sögur eftir Guðmund Gísiason Hagalín
Guðmundur Hagalín varð sextugur 10. október í ár, og
minnist félagið sextugsafmælis hans með útgáfu þessarar
bókar.
Sögurnar eru valdar úr hundrað smásögum höfundarins,
og hefur Eiríkur Hreinn Filnnbogason annazt valið í sam-
ráði við hann.
Gunnar Gunnarsson málari hefur myndskreytt bókina, og
annar listamaður, Atli Már, teiknað titilblað og kápu.
Áður hefur félagið gefið út úrvalssögur eftir þessi íslenzk
skáld:
Þóri Bergsson,
Jakob Thorarensen,
Guðmund Friðjónsson.
I öllum þessum bókum eru sögur, sem eru tilvaldar til upp-
lesturs á skemmtifundum einstakra ungmennafélaga og á
héraðsmótum, og samanburður sagna, viðfangsefna, persóna
og efnismeðferðar er ágætt efni til æfingar í gerð og flutn-
ingi stuttra erinda — og til umræðu á fræðslu- og skemmti-
fundum.
Skrifstofa ALMENNA BÓKAFÉLAGSINS er í Tjarnargötu 14, Reykjavík.