Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 22
86 SKINFAXI Scktnemtit ey fetagátnál Framsögn 2. Ég vil þá fyrst víkja að bundnu máli. Eins og getið var í upphafskaflanum eru ljóð fremur erfitt viðfangsefni til upp- lestrar eða framsagnar. Fyrst og fremst eru þau oftast svo viðkvæm og samfelld heild, að engu má muna um skilning og túlkun, ef áheyrendurnir eiga að njóta jafnt einstakra hlæbrigða og heildaráhrifa, og auk þessa kemur það til greina, að oft eru hin ágætustu skáld alldulsögul og tor- ræð, svo að ljóð þeirra verða menn að heyra eða lesa aftur og aftur, unz þeim hefur tekizt að komast inn að hinum raun- verulega kjarna tilfinninga og hugsanana. Til framsagnar mundu yfirleitt hezt fall- in söguljóð og kvæði, sem fela í sér nokk- urn veginn samfellda frásögn. Má þar til dæmis benda á mörg kvæði Gríms Thom- sens, svo sem Hildigunni, Glám, Skúla fó- geta, Bátsenda pundarann, Þorbjörn kólku, Skúlaskeið og Hrólf sterka, sem öll eru brein og bein og auðskilin. Af sögu- ljóðum Matthíasar má nefna síðasta kafl- ann af Vígi Snorra Sturlusonar, Jón Ara- son á aftökustaðnum, ýmis kvæði úr Grett- isljóðum — og þá ekki síður sumar þýð- ingar þessa þjóðskálds, svo sem Svein dúfu og Þorgeir í Vík. Af öðrum og yngri skáld- um vil ég víkja að Þorsteini Erlings- syni, hinu skemmtilega kvæði lians um Jörund iiundadagakonung og minningar- kvæðinu um Jón Arason og sonu hans, — Hannesi Hafstein — og þá einkum kvæð- inu 1 liafísnum, og loks Jakoh Thoraren- sen og Davið Stefánssyni. Eftir Jakob nefni ég 1 liákarlalegum, Eldahuskuna og Hrefnu á Heiði. Af sögu- og frásagnarkvæðum Davíðs liggja hezt við framsögn byrjenda Helga jarlsdóttir og Sálin hans Jóns míns. Eins og gefur að skilja mætti nefna kvæði af svipuðu tæi eftir ýmis fleiri skáld — og þá ekki sízt hinnar eldri kynslóðar, en ég læt liér staðar numið, og munu lesend- urnir geta haft þetta val til hliðsjónar, þá er þeir svipast víðar um bekki skáldanna. Áður en framsögn hefst, er sjálfsagt að gera nokkra grein fyrir efni kvæðisins og sambandi þess við sögur og sagnir; enn- fremur sæta færi og lesa eða segja fram fleiri en eitt kvæði um sama efni eða að einhverju skylt. Þegar lesa skal kvæðið um Hildigunni, her að víkja fyrst að frásögn Njálu, sldr- skota þar til samhengis og lesa kaflann um samfundi þeirra Flosa og Hildigunnar — eftir víg Höskuldar Hvítanesgoða. Þá mætti lesa upp kvæði annarra skálda um þetta sama efni. (Kvæði Guðmundar Guð- mundssonar og Jakobs Thorarensens). Á undan Glámi Grims væri skemmtilegt að rifja upp kaflann í Grettlu um ætt og upp- runa liins ræmda draugs og um atgerðir hans og endalok. Þá mundi og fara vel á að láta fylgja Ijóði Gríms kvæði Matthí- asar úr Grettisljóðum um viðureign þeirra Grettis og Gláms. Á undan Þorbirni kólku má minnast á sjósókn á opnum bátum á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.