Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 3
£kin{[axi
Tímarit U.M.F.Í.
3. hefti 1958
•
ÍFtgefandi: Sambandsstjórn
Ungmennafélags Islands.
Pósthólf 1342. — Reykjavík.
Afgreiðsla: Edduhúsinu,
Reykjavík, efstu hæð.
Ritstjóri:
Guðm. Gíslason Hagalín.
Sími 50166.
•
Félagsprentsmiðjan h.f.
Landhelgin
Sá, sem þetta ritar, er fœddur og uppalinn
vid einn af þeim fjörðum þessa lands, sem
fiskisœlastir voru. Frá fyrstu árunum, sem
hann man eftir sér, minnist hann þess, að dag
oftir dag komu margir tugir báta að landi með
mikinn og góðan afla, þegar veður leyfði sjó-
sókn. En hann minnist þess líka, að með
hverju árinu sem leið, varð það tíðari sjón,
Q-ð enskir reykspúandi togarar stefndu inn
fjörðinn og vœru þar að veiðum dögum sam-
Qn, ekki aðeins sópuðu upp fiskinum, sem
gengið hafði á miðin og átti að verða björg í
búi barnamannsins, heldur líka eyðilegðu öll
veiðarfœri og þar með getuna til lífsbjargar.
Og brátt kom þar, að ekki tjóaði að treysta
því sér til lífsframfœris að sœkja þarna sjó.
Bátunum fœkkaði, sem sjóinn sóttu, fœrra og
fœrra fólk varð á bœjunum, grasbýli lögðust
1 eyði, síðan hinar smœrri jarðir, og loks er
nú svo komið, að þar sem bjuggu á fyrstu ára-
tugum þessarar aldar hátt á þriðja hundrað
manns, eru nú aðeins sjö tugir manna. Enskir
togarar, sem þjónuðu gróðamönnum í Húll og
Grímsbý, rændu brauði og bjargarmöguleik-
um frá bœndum og búaliðum, hröktu roskið
fólk burt úr hugumkœrum átthögum og
dreifðu unga fólkinu um þorp og bœi fjar-
lœgra landshluta. Og þessi sama saga hefur
gerzt í öllum fjörðum og víkum þessa lands.
Hvarvetna getur að líta eydd býli, býli, sem
fyrst og fremst botnvarpan brezka hefur lagt
í eyði ...
En við höfum séð meira, því að hér létu
ránsmennirnir ekki staðar numið. Að lokinni
þessari eyðingu var skröpuð grunnslóðin úti
fyrir nesjum, síðan tekinn fyrir reitur nokkru
fjœr landi, svo sem þegar sláttumaður skárar,
og loks var svo komið, að við lá, að þær
byggðir landsins, sem á árum þrenginga og
kúgunar höfðu minnst af sulti að segja, eydd-