Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 16
80
SKINFAXI
telur sér ekki fœrt vegna lagaákvæða, að
veita fé til skógarins.
Ennfremur þakkar fundurinn skógar-
verði Þrastaskógar mikið og gott starf und-
anfarin ár.
Fundurinn beinir þeim eindregnu til-
mælum til félaganna, að þau stuðli að
útbreiðslu „Skinfaxa“ og geri hreint fyrir
sínum dyrum um skilvísa greiðslu fyrir
ritið. Ennfremur hvetur fundurinn félaga
til þess að senda ritinu greinir, fréttir
og frásagnir frá félagsstarfinu á hinum
ýmsu sviðum.
Ákveðið var að halda næsta landsmót
UMFl 1961.
Samþykkt var að flýta útgáfu á sögu
ungmennafélaganna og skorað á þau að
hefja þegar söfnun áskrifenda.
Daníel Ágústinussyni, bæjarstj. á Akra-
nesi, var þakkað mikið og gott starf í
þágu ungmennafélaganna i aldarfjórðung.
Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, var
kjörinn heiðursfélagi Ungmennafélags Is-
lands í tilefni af merkum og fórnfúsum
störfum í þágu samtakanna.
Gestir fundarins voru þessir:
Iþróttafulltrúi ríkisins — Þorsteinn Ein-
arsson.
Varaform. Skógræktarfélags Islands —
Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari.
Ristjóri Skinfaxa — Guðmundur G.
Hagalin, rithöfundur.
Framkvæmdastj. Æskulýðsráðs Reylcja-
víkur — séra Bragi Friðriksson.
Skógarvörður Þrastaskógar — Þórður
Pálsson, kennari.
Fluttu þeir ávörp og erindi og tóku
þátt í umræðum.
Fundinum lauk á sunnudagskvöld. Þá
flutti sambandsstj., séi'a Eiríkur J. Eiríks-
son, ræðu og þakkaði Ungmennafélagi
Reykjavíkur ágætar móttökur.
Frá Héraðssambandi Suður-Þingeyinga.
Héraðssamband Suður-Þingeyinga hélt
aðalfund sinn að Yztafelli i Köldukinn
dagana 3.—4. maí 1958.
Mættir voru 30 fulltrúar frá tiu félög-
um, auk tveggja stjórnarnefndarmanna,
sem ekki voru fulltrúar félaga. Þá voru
mættir nokkrir áheyrnarfulltrúar og gest-
ir, svo að fundurinn var mjög fjölmennur.
Rædd voru mörg mál og gerðar um þau
samþykktir. Ríkti mikill áliugi á iþrótta-
starfsemi félaganna, og tók liann til
margra greina íþróttanna, svo sem frjálsra
íþrótta, sunds, knattspyrnu og afreka á
skíðum, en<ia var ákveðið að verja tutt-
ugu og sjö þúsund og fimm hundruð krón-
um af áætluðum þrjátíu þúsund króna
árstekjum til íþróttamála.
Önnur mál, sem gerðar voru um sam-
þykktir, voru starfsíþróttir, landgræðsla,
skák- og bridgekeppnir. Um landgræðslu
voru samþykktar þessar ályktanir:
„Aðalfundur H.S.Þ., haldinn á Yztafelli
3.—4. maí 1958, felur stjórn H.S.Þ. að
hefja nú þegar samstarf við búnaðarsam-
tök sýslunnar um landgræðslustörf, og þá
einkum græðslu á örfoka melum og sönd-
um. Telur fundurinn eðlilegt, að lögð sé
meiri áherzla á að klæða landið grasi og
skjólbeltum en samfelldum skógi. Einnig
samþykkir fundurinn, að sambandið leggi
fram fjármagn til þessa máls eftir getu,
á komandi árum.“
„Aðalfundur H.S.Þ., lialdinn að Yzta-
felli 3.—4. maí 1958, skorar á U.M.F.I. að
beita sér fyrir þvi, að hafið verði víðtækt
og öflugt landgræðslustarf meðal ung-