Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 23
SKINFAXI 87 haf út hér áður fyrrum og gjarnan lesa á eftir kvæðinu um Þorbjörn kvæðið 1 liá- karlalegum, sem áður er á ininnzt, drepa á heimildir um þann karlmannlega at- vinnuveg og fara nokkrum orðum um það harðneskjulif, sem hákarlamennirnir yfir- leitt áttu við að búa, jafnvel eftir að opnn skipunum sleppti og þilskip tóku við. — Bátsendapundarinn og kvæðið um Skúla fógeta gefa tilefni til að minnast á einok- unartímabilið í íslenzkri þjóðarsögu og hera það saman við nútímann, og enn- fremur má segja sagnir, sem til eru í þjóð- sögum, um Skúla fógeta. Víg Snorra Sturlusonar og Jón Arason á aftökustaðn- um fjalla um örlögþrungna atburði og menn, sem her liátt í stjórnmála- og menn- ingarsögu Islendinga. Þar er tækifæri að drepa á margt til slcemmtunar og fróð- leiks, og kvæði Þorsteins Erlingssonar um Jón Arason og syni hans er gott dæmi þess, livernig sögulegir atburðir voru not- aðir til eggjunar í sjálfstæðisbaráttunni. Ivvæði Þorsteins um Jörund er svo skemmtilegt, að þar má koma að mörgum glettnum athugasemdum, og þarna eru fyrir hendi miklar og merkar prentaðar heimildir, svo sem saga Jörundar eftir dr. Jón Þorkelsson yngri, Sjálfstæði Islands 1809 eftir dr. Helga Briem sendiherra, og bók um Jörund eftir Rys Davies, gefin út af Bókfellsútgáfunni. Kvæði Hannesar Hafsteins I liafísnum má gera mjög áhrifa- mikið í framsögn, ef vel er æft, og þar er hægt að gera samanburð á kvæði Matthí- asar um hafísinn. Þá er og tilvalið að ræða nokkuð um harðindi þau, sem hinn mikli vágestur olli hæði fyrr og síðar — og loks ber að drepa á það, sem er á halc við kvæð- ið, hina að nokkru liliðstæðu aðstöðu skip- stjórans á liættustund á stjórnpalli og stjórnmálaforingjans, sem verður að stýra þjóðarskútunni við harða gagnrýni gegn- um brim og hoða þjóðmálavandans og fram lijá liafis kaldrifjaðrar stjórnarand- stöðu. I sambandi við Eldabusku Jakobs er vert að minnast á breytta híbýlahætti og mjög aðra aðstöðu húsbænda til lijúa en fyrir aðeins einum eða hæsta lagi tveim- ur mannsöldrum. Heimildir Harðar sögu koma til greina, áður en kvæðið er lesið um Helgu jarlsdóttur, og í sambandi við Sálina hans Jóns mins ber að lesa þjóðsögu þá, sem Matthías Jochumsson skráði og Davíð gerir að yrkisefni. Þá er sjálfsagt að minnast þess, að Davíð lætur ekki sitja við það eitt að yrkja kvæðið, heldur notar síðar þjóðsöguna sem uppistöðu í leikrit- ið Gullna liliðið. Islenzk ættjarðarljóð eru mörg mjög fögur, og þau eiga sína fróðlegu sögu frá baráttu- og vakningarárum þjóðarinnar. Þau eru því gott lesefni, ef vel er valið og reynt að rifja upp þann anda og þá nauð- syn, sem knúði þau fram úr hjarta skáld- anna. Þá er og fróðlegt fyrir áheyrendur að heyra ólík kvæði þeirrar tegundar eftir ýmis skáld misjafnra tímabila. Það er til dæmis ekki ómerkilegt að bera saman Þjóðfundarkvæði Bólu-Hjálmars við glæsi- Ijóð sumra hinna lærðu skálda. Adeilukvæði eru og sum vel fallin til framsagnar, en þó því aðeins, að þeim fylgi umsagnir og skýringar. Er nærtæk- ast nú að minnast á slílc kvæði Þorsteins Erlingssonar, beiskai-, berorðar og hvass- ar ádeilur á kirkjulegar kenningar, trúar- hrögð og auðvald. Hiti þeirra og beiskja verður vart skilin nú — og enn síður þær hörðu deilur, sem þau vöktu, nema rifjað

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.