Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 5
SKINFAXI 69 GUÐMUNDUR IXGI RHISTJÁNSSON gefur út nýja ljóðabók í haust, og er það vonum seinna. Þessi ljóðabók skáldsins flyt- ur mörg kvæði og er hin myndarlegasta. Sér- staklega mega ungmennafélagar fagna þessari ljóðabók. Fyrst er það, að Guðmundur Ingi hef- ur ávallt verið einn hinn trúasti og áhugasam- asti í þeirra hópi, og svo er hitt, að hann er öðrum fremur skáld hins jákvæða, — starfs og gróanda. Þessi bók mun og heldur ekki bregðast vonum vina skáldsins. — Bókinni mun hafa ver- ið valið nafnið Sóldögg. Það er Norðri, sem gefur hana út. Fyrri bækur skáldsins eru Sól- stafir (1938) og Sólbráð (1945). — Ritstjóri Skinfaxa komst í handritið af nýju bókinni og hnuplaði úr henni þvi kvæði, sem nú er birt hér í blaðinu. EUÐMUNDUR INGI KRIGTJANSSGN : ^y4ttu bförl? ? Áttu litla björk við bœinn, björk í tryggum reit, unaðslundi svala og sólar sumardœgrin heit? Liggja þar í laufum grœnum lífs þíns fyrirheit? Meðan dögg á grasi glitrar, geislar þerra mörk, andar Ijúft að allra vitum ilmi af hússins björk. Feginsdraumur frjálsra daga fer um ungan börk. Meðan vex hún ár frá ári, er hún gœfa þín, lætur vaggast blítt í blænum birkilaufin sín, meðan yfir börn og býli brosmild sólin skín. Farsœl eign er björk, sem brosir bœjarstafni við, boðar þínum unglingsaugum yndisleik og frið, íslenzk grein af gömlu bergi grædd í nýjan sið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.