Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 19
SKINFAXI 83 Ekki var ég fyrr lieim kominn, en til mín hringdi Valdimar á Klaustri og til- kynnti mér, að Slysavarnafélag Islands bæði mig fyrir hvern mun að fara á ný á standstaðinn og reyna að fá mennina i land. Ég hringdi strax á bíl og hélt af stað, ásamt bílstjóra og þriðja manni. Var síð- an dreginn út í skipið Vilhjálmur Eyjólfs- son á Hnausum. Hann mælir á enslca tungu, og lagði hann að skipstjóranum um að fara þegar í stað í land, ásamt þeim þrem mönnum, sem með honum voru enu i skipinu. En þessi ferð varð jafnárangurs- laus og hin fyrri. Þegar Vilhjálmur liafði borið mér og þeim, sem með mér lcomu, þá fregn, héld- um við heim, en þeir fimm, sem verið höfðu kyrrir á strandstaðnum, fóru þaðan ekki. Seint um kvöldið kom tilkynning um það frá skipstjóranum, að liann mundi vf- irgefa skipið einlivern tíma nætur. Fór ég þá enn á strandstaðinn, og var Markús Runólfsson í för með mér. Biðum við þar sjö saman og höfðum björgunartækin á- vallt á takteinum. Þegar klukkan var orð- in fjögur um nóttina, hafði skipstjóri loks haft sig í að yfirgefa skipið. Voru þeir fé- lagar dregnir í land allir fjórir. Jón Björns- son bílstjóri á Klaustri kom með Brynleif Steingrímsson lækni á strandstaðinn, og talaði liann við skipverja og athugaði um heilsufar þeiri’a, strax og þeir komu í land. Nú var lialdið heim, og komum við til bæja klukkan liálf sex á sunnudagsmorg- un. Síðan dvaldi öll skipshöfnin þarna á bæjunum þangað til á mánudagsmorgun. Þá fóru skipverjar út í togarann og sóttu það af dóti sínu, sem var þeim nauðsyn- legast. Þá var þannig komið, að hægt var að ganga þurrum fótum út i skipið. Þegar þeir voru komnir í land á ný, hárust boð um, að þeir ættu að vera komn- ir upp að Kirkjubæjarklaustri klukkan fimm þennan sama dag. Var þeim ekið heim til bæja, en því næst upp á flugvöll- inn lijá Klaustri, og þaðan flugu þeir til Reykjavíkur. Þessi frásögn kemur i stað smásögu að þessu sinni, en næsta og síðasta hefti þessa árgangs mun flytja tvær stuttar sögur. Þarna voru að verki margir ungmenna- félagar úr Meðallandinu, og sýnir þessi stutt- orða frásögn, að þeir hafa brugðið fljótt og vel við, þá er strandfregnin barst, og hvorki sparað tíma né fyrirhöfn til að verða skipbrots- mönnum að liði. Skinfaxi þakkar Sigurgeiri Jó- hannssyni björgunarsöguna og vill gjarnan fá og flytja frásagnir úr athafnalifi hinna dreifðu byggða. Ritstjóri. Togarinn, sem myndirnar eru af, er King Sol, sem hefur komið mjög við sögu landhelgis- vörzlunnar, síðan landhelgin var færð út. Séra Bragi Friðriksson hefur lofað Skinfaxa viðtali í næsta hefti um hið mikla og eftirtektarverða starf, sem hann hefur forystu fyrir í höfuðstaðnum í þágu æskulýðsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.