Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 8
72
SKINFAXI
Þorsteinn Erlingsson
X ÞDRSTEINN ERLINGSSDN:
::: *
| ttr ktíæðinu Cden
:j: Oft skauzt ég í rökkrunum skemmtun að fá,
X og skáldin þó tíðast að heyra,
og nærri því tregastur fór ég þar frá
:•: þeim föllnu, sem léku ekki meira;
þeir sváfu þar þögnuðum hörpunum hjá,
N en hvergi var ljúfar að eira,
X og ótaldar kvöldstundir knúði ég þá
að koma og syngja okkur fleira.
Ég sagði við Jónas: þig fala ég fyrst,
því Frón er þín grátandi að leita,
og náðugri ritstjórn, því næst sem í vist,
í nafni þíns lands má ég heita,
og sex hundruð krónum svo leikandi list
mun landssjóður tæplega neita.
Ég bauð honum allt, sem mín móðir gat misst,
en meistarinn kaus ekki að breyta.
Eins fannst inér á Breiðfjörð hann bresta nú þor
og biluð í strengjunum hljóðin;
þó sagði ég: kondu, hver vísan er vor,
nú viljum við borga þér óðinn
hann léttir oss heiman og heima vor spor,
ég heyri hvert barn kunna ljóðin, —
og ef að við fellum þig aftur úr hor,
í annað sinn grætur þig þjóðin.
1B5B
27. BEPTEMBER
195B
Hinn 27. september voru liðin
hundrað ár frá fæðingu Þorsteins
skálds Erlingssonar. Hann fædd-
ist í Stórumörk undir Eyjafjöll-
um, en ólst upp í Hlíðarendakoti
í Fljótshlíð, og Hlíðinni var hann
tengdur svo sterkum böndum, að
hann orti henni einhver hin feg-
urstu Ijóð, sem nokkurt íslenzkt
skáld hefur flutt sveit sinni.
Þorsteinn fór frekar seint i
skóla, varð stúdent tuttugu og
fimm ára gamall. Hann fór síð-
an til náms í Kaupmannahöfn,
en átti við að búa sjúkleika og
þröngan kost og lauk ekki nein-
um prófum. Hins vegar kynntist hann mjög
stefnum og straumum í bókmenntum, vísindum
og þjóðmálum, raunsæisstefnunni, þróunarkenn-
ingunni, jafnaðarstefnunni og verkalýðshreyf-
ingunni. Eftir tólf ára dvöl í Danmörk fluttist
hann heim, var ritstjóri á Seyðisfirði og Bíldu-
dal, en var síðan búsettur í Reykjavík og stund-
aði tímakennslu og ritstörf, unz hann lézt árið
1914. Fyrstu kvæði hans birtust í Sunnanfara og
Eimreiðinni, en ljóðabók hans, Þyrnar, kom
fyrst út árið 1897. Nú hafa öll rit hans verið
gefin út í myndarlegri útgáfu í þremur bind-
um, og er útgefandinn Isafoldarprentsmiðja.
Tómas Guðmundsson skáld hefur séð um út-
gáfuna.
Þorsteinn Erlingsson hlaut mjög fljótt vin-