Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 að þroska sérkenni sín, á að vera norræn sam- og fjölvitund i senn, sem veit og skilur, að liið norræna samfélag er fyrst og fremst samfélagið um þjóðlegt frelsi og þjóðlegan rétt. En slíkur skóli var einmitt stofnaður hinn 1. maí 1958 á Snoghöj við Litla- heltisbrúna. Hann stendur við alfaraleið á einum þeim fegursta stað, sem til er i allri Danmörk. Niður að Litlabelti blóm- skrýddur trjágarður og úr gluggum skól- ans útsýni til hinnar fögru brúar, sem tengir Jótland og Fjón. Norræni lýðháskólinn mun taka ákveðna og virka afstöðu gagnvart lausn þeirra vandamála, sem nú tálma frjálsri þjóðlegri þróun og eðlilegum samskiptum, svo sem sjálfstæðismáli Færeyinga, mál- haráttu Norðmanna og handritakröfum Is- lendinga, þar sem skólinn mun eindregið l)eita sér fyrir þvi, að liandritin verði af- lient Islendingum. Þá fyrst, þegar þessi vandamál hafa verið leyst, verður unnt að halda því fram með fyllsta rétti, að Norðurlönd séu heimkynni þjóðlegs rétt- ar og fullkomins þjóðlegs frelsis. Út frá þessu sjónarmiði mun skólinn einnig freista þess að fjalla um þær sam- vinnutillögur, sem berast okkur Norður- landabúum utan að, tillögur um sameigin- lega markaði og frjálsa verzlun. Okkur er það áhugamál, að í afstöðunni til slíkra tillagna og fyrirætlana, megi einnig gæta norrænnar einingar — að okk- ur takizt líka út á við, í hinum miklu samvinnnuhringum, sem við verðum til- neydd að gerast liður í, að varðveita þjóð- lega norræna samvitund. Skólinn mun starfa samfellt frá 1. nóv- ember lil 1. mai, og að sumrinu verða svo haldin mörg hálfsmánaðar námskeið. Um skólavist í vetur liafa þegar sótt nem- endur frá öllum Norðurlöndum, og hér vil ég sérstaklega taka það fram, að okk- ur er ungt fólk frá íslandi mjög velkomið. Gefst öllum þátttakendum tækifæri til að sækja um dvalarstyrki til Norrænu félag- anna. Við skólann starfa bæði norskur og sænskur kennari, og auk þess mun liinn kunni islenzki rithöfundur, Bjarni Gísla- son, koma þangað öðru hverju og flytja þar fyrirlestra. Það er von okkar, að islenzkt æskufólk muni fagna stofnun hins norræna lýðhá- skóla i Snogliöj og hjá því vakna áhugi fyrir að koma þangað til starfs og náms. ÚTBREIÐSLA OG IIMIMHEIIVITA SKIIMFAXA Skrifstofa U.M.F.I. vill eindregið minna ungmennafélaga á það, að slcilyrði fyrir að Skinfaxi geti rækt lilutverk sitt, er að hann komist til sem allra flestra, og í rauninni er það einstakt tómlæti af hendi ungmennafélaga að kaupa ekki blaðið og lesa. Er það þvi eindregin áskorun til fé- laganna, að kaupa blaðið og fá aðra til að kynna sér það og gerast kaupendur þess. Ennfremur gefur að skilja, að nauð- syn ber til að kaupendurnir séu skilvisir, og mælist framkvæmdastjóri U.M.F.I. til þess, að allir, sem enn liafa ekki gert skil, sendi andvirði þessa árgangs og ógreiddra eldri árganga nú þegar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.