Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 11
SKINFAXI 75 Dráttarvélar h.f. lánuðu nýja Ferguson- vél og Ferguson-tengivagn. Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkur vagn er notaður í ökukeppni hér. Hann er tengdur við vél- ina með dráttarkrók og er ómissandi á öllum vélum, sem til dráttar eru ætlaðar. Forstjóri Dráttarvéla h.f., Hjalti Páls- son, gaf öllum keppendum í dráttarvéla- akstrinum bindisnælur og þrem liinum hlutskörpustu auk þess skrúfblýanta. Hann hefur áður sýnt áhuga fyrir svona ökukeppni með þvi að gefa myndarleg verðlaun, og vil ég þekka honum það sér- staklega. Keppnin í Hornafirði. Eg flaug til Hornafjarðar 29. ágúst, og var ætlunin, að ég setti upp keppni í nokkrum greinum starfsiþrótta. Af þvi varð þó ekki sakir óveðurs, nema livað keppt var í tveim greinum kvenna: lagt á borð og þríþraut. I þeim greinum tóku þátt sjö ungar stúlkur. Engin þessara stúlkna liafði tekið þátt í svona keppni áður, og har keppnin það með sér, en hún var á ýmsan hátt mjög skemmtileg og jöfn. í»essar stúlkur ættu að æfa sig vel og taka svo þátt í keppni eftir eitt ár, og þá mun verða um mikla fram- för að ræða . . . Hér verða svo hirt úrslit frá þessum mótum: Hestadómar á Þingvöllum: 1. Gísli Ellertsson, frá Umf. Drengur í Kjós, 90,80 stig. 2. Sigurður Sigmundsson, frá Umf. Hruna- manna, 89,00 st. 3. Sigurgeir Sigmundsson, frá Umf. Hruna- manna 88,20 st. 4. Guðmundur Magnússon, frá Umf. Hruna- manna 87,80 st. Hornfirzk stúlka strýkur lín. 5. Steinar Ölafsson, frá Umf. Drengur í Kjós 85,00 st. 6. Eiríkur K. Eiríksson, frá Umf. Vöku, Villhr. 83,30 st. Selfossmótið. Kvennagreinar: Þríþraut: 1. fl. Guðrún Sveinsd., Umf. Skeiðam. 135 st. Steinunn Ingvarsd., Umf. Gnúpv. 132 — Marta Hermannsdóttir, Umf. Ölf. 92 — Lagt á borð: 1. fl. Helga Eiríksdóttir, Umf. Skeiðam. 92 st. Steinunn Ingvarsd., Umf. Gnúpv. 81 — Marta Hermannsdóttir, Umf. Ölf. 65 —

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.