Skinfaxi - 01.07.1958, Blaðsíða 27
SKINFAXI
91
ÍSLENZKU ÞJÓÐARIXNAR
1 lok bókmenntakynningar þeirrar, sem
fram fór i liátíðasal Háskóla Islands á
vegum Almenna bókafélagsins vegna sex-
iugsafmælis GuSmundar Gíslasonar Haga-
líns, flutti liann þessar stuttorðu þakkir
og kveðjur:
„Ég þakka af heilum hug þá vinsemd
og virðingu, sem mér er sýnd með þess-
ari samkomu, þakka Almenna bókafélag-
inu og hinni virðulegu stofnun Háskóla
Islands, sem hefur látið i té hátíðasal sinn.
Ég þakka gömlum og traustum vini mín-
um, prófessor Alexander Jóhannessyni,
fyrir vinsamlegt ávarp, Andrési Björns-
syni, skrifstofustjóra, fyrir liið vel samda
og skemmtilega erindi, og hinum ágætu
leikurum, er hér bafa túlkað kafla úr
ritum mínum, sem engin eru nema dauf-
ur endurómur þeirrar miklu hljómkviðu,
sem þetta blessaða land og þessi gáfaða
þjóð hafa leikið á strengi hjarta míns
og hugar frá fyrstu bernsku til þessarar
stundar.
Þökkum fylgja löngum óskir, og ég get
eldvi staðið hér svo, að ég óski ykkur
elvki einhvers sem einstaklingum og Is-
lendingum.
Þjóðin á aðeins ein grundvallarverð-
mæti. Það eru mannsefnin, unga fólkið
í þessu hrjóstruga, fagra og tigna landi.
Ef helgi þessará verðmæta verður ekki
virt, ef guðs gáfur liinna ungu íslendinga
fá ekki að gróa í frjómold íslenzkrar sögu
og menningar, án þess að sprotar þeirra
séu skertir og skornir, ef þeir fá ekki að
njóta heimsdaggar og liiminsólar, heldur
verða settir undir litað gler kreddukenn-
inga og á þá varpað tröllskuggum kvala-
losta bölmóðra barðstjóra, þá eru öll önn-
ur verðmæti fánýt, aflasæld landgrunns-
ins og hafdjúpanna, unaðsgrænka egg-
sléttra töðuvalla, kjarngresi afréttanna,
afl fossanna og varmi jarðar — og sið-
ast en ekki sízt landsins f jölbreytta fegurð
og tign, — þá verður binn ungi Islend-
ingur:
„asni, sem upp i er hnýtt
og íslenzkar þrælshendur teyma.“
Þvi er það ósk mín, að íslenzka þjóðin
megi standa vörð um mannhelgi jafnvök-
ul, óhvikul og virðulega viss um rétt sinn
og málstað og hún stendur nú um land-
lielgi.
„Drjúpi hana blessun Drottins á
um daga heimsins alla.“
Stjórn U.M.F.Í.
bað ritstjóra Skinfaxa fyrir afmæliskveðju
til hans sjálfs, en vegna þrengsla í blaðinu
þykir ritstjóranum hæfa, að hún bíði næsta
heftis.
Bókmenntirnar og félagsmálin.
Næsti kafli fjallar um val smásagna og sögu-
kafla til framsagnar. Siðan verður komið að
samlestri úr leikritum — og því næst vikið
að bókmenntunum sem viðfangsefni leshringa.