Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1960, Side 17

Skinfaxi - 01.02.1960, Side 17
SKINFAXI 17 gat stappað liótfyndni eða smámunasemi. En fyrir Tómasi var jafnsjálfsagt að gefa gaum að þvi, sem litið var og liirða um það eins og um mikilsverð efni. Ég veit ekki hvort Tómas hefur verið nokkuð þekktur á meðal ungmennafélaga utan sins héraðs. En áreiðanlega voru fáir eyfirzkir ungmennafélagar, sem ekki vissu deili á honurn. Kom það meðal ann- ars til, að liann var um áraraðir fulltrúi á héraðsþingi, og mun að líkindum eng- inn eyfirzkur ungmennafélagi hafa setið fleiri héraðsþing. Hann tók jafnan virkan þált í þingstörfum. Hann var raunar ekki glæsilegur ræðumaður, tamdi sér ekkert málskrúð, en kom beint að efninu og heitti skýrum rökum. Þess vegna var á hann hlustað og skoðanir hans teknar til athugunar. Síðustu æviár Tómasar var heilsan tekin að bila, og að sjálfsögðu dró þá úr starfs- getu hans. Þó sinnti hann alltaf einhverj- um störfum fyrir félag sitt og þá af sama áliuga og kostgæfni sem fyrr. Og þótt Ungmennnafélag Svarfdæla gerði hann að heiðursfélaga, hlífði hann sér i engu, en notaði þau ár, sem liann átti ólifuð, til þjónustu við félagið eins og kraftar leyfðu. Tómas andaðist i Fjórðungssjúkraliús- inu á Akureyri. Lík lians var flutt heim i dalinn og jarðsett að Tjörn. En á þeirri leið var staldrað við í liúsi Ungmenna- félags Svarfdæla og flutt þar kveðjuat- höfri. 1 henni fólst þakklæti félagsins til látins vinar. Það varð tómlegt við tivarf Tómasar. Þessi hógværi og festulegi maður gekk nú ekki framar í liús Ungmennafélags Svarfdæla eða sal fundi þess, eins og hann hafði ætíð gert. Dagsverki lians var lokið. En lionum tókst að skilja eftir sig spor í félagsmálum Svarfdælinga. Það var af þvi, að liann geklc ungur á vit hug- sjóna og helgaði þeim mikið af starfs- orku sinni. Hann unni ungmennafélags- skapnum heils hugar, og félagi sinu ósk- aði hann sóma og vegsauka í hvívetna. Hann sparaði heldur ekki sjálfan sig til átaka, og einlæg var gleði hans, þegar vel gekk. En elja hans, áhugi og starfs- löngun hlutu að valda þvi, að hann stækk- aði með verkum sínum. Mér er nær að álita, að Tómas hafi fundið ósvikna nautn í því að vinna fyrir Ungmennafélag Svarf- dæla og mesta lífshamingja hans hafi ver- ið í því fólgin að helga hugsjónamálum krafta sína. Að leiðarlokum þakka ég Tómasi sam- skipti okkar og vináttu lians. Og við, sem störfuðum með honum að ungmennafé- lagsmálum, minnumst hans með hlýjum liuga og virðingu. Ritað í febrúar 1960. Helgi Símonarson. ☆ Þeir voru bágir. „Þeir voru bágir i gærkvöldi eftir ball- ið, hann Pési og hann Óli,“ sagði Jói rauð- nefur, þegar hann hitti Bjössa, vin sinn og þeirra, um liádegi daginn eftir. „Nú?“ sagði Bjössi, sem hafði verið á sjó. „Já, maður! Heldurðu þeir hafi ekki misst mig tvisvar úr höndunum út i skurð, ])egar þeir báru mig heim!“ svaraði .Tói. ☆

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.