Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Síða 22

Skinfaxi - 01.02.1960, Síða 22
22 SKINFAXI um. Allt í einu liendist harin öfugur út úr víðikjarrinu í einum hnút, snýr sér við og hleypur á harðaspretti til liúsbónda síns, smeygir sér síðan fram iijá honum, stanzar á bak við hann og kúrir sig niður. Veiðimennirnir flýta sér sömu leið til baka upp á brún brekkunnar. Þar hafa þeir betra útsýni. Og allt í einu skýzt hjörninn lit úr runn- unum og hleypur hratt upp brekkuna, hin- um megin lækjarins. Vegalengdin upp á brún mundi ekki vera meira en 50 metrar. Þeir félagar spenna gikkinn á rifflum sínum. Það eru sex skot í hvorum. Þeir miða, þó að þeim virðist litla líkur til að hitta. Skotfærið mundi vera upp undir fjögur hundruð metra. Tveir skothvellir kveða við í kyrrð heiðarinnar. Björninn lierðir á sprettinum. Þriðja skotið gellur — síðan fjórða. Björninn Jileypur. Þeim sýnist hann stinga við á framfæti, en hratt her hann yfir. Þegar þriðja skotinu liefur verið hleypt af, tekur liann loftkast, snýst aftur og aftur um sjálfan sig i hörðum rykkjum, en jieytist síðan af stað aftur upp brattann. Skyldu þeir virkilega hafa hitt hann? Enn miða þeir, og þegar björninn ríf- ur sig upp á l)rúnina, skjóta þeir á ný. Þeir heyra, að önnur kúlan hvín við stein og rótar síðan upp grasi og mosa. Vá- björninn ber dökkan við Ijósan himin, svo lækkar liann og — hverfur. Veiðimenn- irnir láta rifflana síga, spenna hundsól- ina í hringinn, sem festur er í hálsbandið á Vask og ganga siðan þangað, sem björn- inn var, þegar hann hvarf þeim. Þeir hlutu að hafa liilt liann, eins og hann hafði hagað sér áðan. En björninn æðir austur á bóginn með tunguna lafandi út úr hvoftinum. Annað veifið bregður hann lienni upp á trýnið. Þar blæðir úr sári. Ein af kúlum þeirra tvífættu liefui' brotnað á steini rétt lijá birninum og flís úr lienni lent í trýnið á lionum. Sárt var það, en skeinan bag- aði liann svo sem ekkert. Verri er hramm- urinn, sem lenti á liornstiklinum, og svo er hangsi illilega marinn eftir tuddann. En allt þelta í gærkvöldi, að viðhættum öllum smellunum núna áðan — og loks þessi skyndilega bölvuð pína, sem hann fékk i trýnið, — já, allt þetta hefur kom- ið inn hjá honum þeirri skelfingu, sem nú rekur á eftir honum, svo að hann lierð- ir sig meir en á nokkru öðru langhlaupi, sem hann hefur þreytt á allri sinni ævi. Á hæð einni langt austur á öræfunum fer hann fram lijá stórri vörðu. Ilún er vandlega hlaðin — og steinlím liefur verið notað til að tryggja það, að hörkustorm- ar vetrarins eða ófyrirleitinn göngugarp- ur felli liana elcki eða rifi úr henni steina. Efst á lienni hefur verið reist og vand- lega ínúruð við efsta lag lileðslunnar all- há og breið liella. Beggja megin á hana hafa verið höggnar kórónur, upphafsstaf- ir, rómverskar tölur og ártöl. Allt er þetta gamalt; ártalið sýnir, að komið er á fjórðu öld, síðan frá þessum mannvirkjum var gengið upphaflega. Og björninn kannast við vörðuna. Mörgum sinnum hefur liann farið fram liiá þessari vörðu, sem sést langar leiðir. Hann nemur ekki staðar til að skoða hana, en liraðar sér austur eftir, þykir það vissast. í þá áttina er langt til reyks og annars óþefs, sem hann þykist liafa reynslu fyrir, að fylgi þessum und- arlegu skepnum, sem alltaf ganga á aftur- fótunum.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.