Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 6
Þannig var búið að Skálholti — langa hríð. aðeins nefna, að lýðháskólarnir dönsku eru nú um 66 að tölu og auk þeirra nokkru fleiri unglingaskólar og tæpir 20 landbún- aðarskólar, sem allir eru sprottnir upp úr hinni þjóðlegu vakningu, sem brautryðj- endur lýðháskólahreyfingarinnar stóðu fyrir. Þó kennslunni sé ekki hagað eins á öllum þessum skólum, og ólíkar kröfur á verklega sviðinu útheimti fjarskyldar námsgreinar, er grundvöllur uppeldis og fræðslu hinn sami hjá þeim öllum og beint afkvæmi iýðháskólahreyfingarinnar. Á hverju ári sækja lýðháskólana mörg þús- und manns, menn og ungar stúlkur á ald- ursskeiðinu 18—30 ára eða þar yfir, og á stærri skólunum eins og t. d. Askov, eru bæði stúdentar og nýútskrifaðir kennarar í hópnum meðal nemendanna. Lýðháskólarnir eru að því leyti frá- brugðnir öðrum skólum, að engin áherzla er lögð á próf, álíta jafnvel próflestur og prófskyldu til hindrunar andlegum þroska nemendanna. Andlegt gildi þessara skóla er fólgið í persónuleikanum, andlegri reynslu og víðsýni kennarans, meira en bókstafsbundnum lærdómi hans. Kennar- inn verður að gerast förunauturnemandans og sálufélagi til að finna vorleysinguna og vaxtarskilyrðin í brjósti hans og geta hag- að orðum sínum sem bezt eftir viðkvæmu og auðugu tilfinningalífi æskunnar. Auð- vitað geta kennarai’nir verið misjafnir, en yfirleitt hefur danski lýðháskólinn átt því láni að fagna að eignast marga hæfileika- menn, sem með frábærri mælsku vöktu á- huga nemendanna fyrir sögu þjóðar sinnar og ást þeirra á tungunni. En þó fyrirlestr- arnir séu aðalalatriðið í kennslunni, nokk- urs konar safngler orðsins, sem á að vekja andlegan áhuga nemandans, eru margvís- leg hagnýt fræði einnig á dagskránni í samræmi við breyttar kröfur tímans. En það er bara ekki krafizt neins prófskír- teinis af nemendunum. Starf lýðháskólanna er almennt viður- kennt í Danmörku og víða um Norðurlönd og nýtur það mikillar virðingar, að á seinni árum eru haldin námskeið á þessum skólum fyrir háskólastúdenta beinlínis með það fyrir augum að frjóvga og örva hugsun þeirra og koma þeim í lifandi snertingu við þá menningarstrauma, sem bærast með þjóðinni utan háskólamúranna. Hið sér- kennilega við námskeið þessi er kannski 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.