Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 24
faxa var séra Eiríkur J. Eiríksson. Þor- steinn Skúlason sá um skákþátt í blaðinu. Stefán ólafur Jónsson leiðbeindi í starfs- íþróttum og hafði umsjón með þeim. Þórð- ur J. Pálsson, kennari í Reykjavík var skógarvörður í Þrastaskógi. Margir í- þróttakennarar störfuðu á vegum samtak- anna. íþróttir. Iþróttir voru eins og áður einn aðalþátt- urinn í starfsemi félaganna. Fjöldi íþrótta- kennara starfaði hjá félögum og héraðs- samböndum. Kennslugreinar voru: frjáls- ar íþróttir, sund, fimleikar, knattleikir, glíma og skíðaíþrótt. Flest héraðssam- böndin og fjöldi einstakra félaga héldu íþróttamót. Samvinna var um íþrótta- kennsluna við I.S.I. Fjöldi kennara, sem unnu hjá héraðssamböndunum og þeirra, sem nutu kennslu, var svipaður og árið áður, en ekki er að fullu lokið að vinna úr skýrslum ársins 1961. 11. íandsmót U.M.F.l. var haldið að Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu 1. og 2. júlí. Þáttakendur í íþrótt- um voru 343. Þátttakendur í leikfimi, þjóð- dönsum, söng og fararstjórn flokka 314. Dómarar og starfsmenn við keppni voru um 80. Mjög var vandað til hátíðadagskrár mótsins. Þjóðkunnir menn fluttu ræður um störf og stefnu Ungmennafélaganna. Sambandsstjóri U.M.F.I. flutti messu. Mik- ill fjöldi ungmennafélaga vann að undir- búningi mótsins og margs konar þjónustu mótsdagana án endurgjalds. Héraðssam- band Suður-Þigeyinga sá um framkvæmd mótsins. óskar Ágústsson var formaður framkvæmdanefndar, en Ármann Péturs- son var fulltrúi U.M.F.Í. í nefndinni. Móts- stjóri var Þorsteinn Einarsson. Mannfjöldi mikill var á landsmótinu og fór það ágæt- lega fram. Undirbúningur allur var til sóma. Utanför. Sumarið 1961 var haldið norrænt í- þróttamót í Vejla í Danmörku. Ungmenna- félag Islands sendi 30 frjálsíþróttamenn á mótið karla og konur. Alls var hópurinn 40 manns með fararstjórum og gestum. Þátt- takendur voru valdir að loknu landsmótinu að Laugum. Islenzku piltarnir unnu keppni í frjálsum íþróttum. Stúlkurnar urðu í öðru sæti. Samanlagt urðu íslenzku þátttakend- urnir hæstir. Þetta var fyrsta hópför ís- lenzkra frjálsíþróttamanna frá U.M.F.Í. til keppni á erlendri grund. Förin heppn- aðist vel og var þátttakendum og U.M.F.I. til sóma. Starfsíþróttir. Stefán Ólafur Jónsson og Vilborg Björnsdóttir húsmæðrakennar leiðbeindu félögum í starfsíþróttum og sáu þau ásamt frk. Steinunni Ingimundardóttur um und- irbúning starfsíþróttanna á landsmótinu að Laugum. Þá voru einnig gefnar út nokkrar nýjar leiðbeiningar í starfsíþrótt- um. Skógræktarmál — Þrastaskógur. Skógarvörður var í Þrastaskógi yfir sumarmánuðina. Gróðursettar voru um 6000 trjáplöntur. Skógarvörður sá um gi’óðursetninguna, en ungmennafélagar úr Árnessýslu unnu að henni. Fjöldi ung- mennafélaga vann að gróðursetningu og annarri skógræktarvinnu, ýmist sjálfstætt eða á vegum skógræktarfélaga. Nokkur 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.