Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1962, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.04.1962, Qupperneq 13
Þráinn Þórisson. Þorst. Glúmsson. Óskar Ágústsson. Friðeeir Björnsson. Ármann Pétursson. Framkvæmdanefnd mótsins. gestir að streyma heim að Laugum. Hér- aðssamböndin höfðu ákveðið svæði til um- ráða fyrir tjöld sín, risu þau nú hvert af öðru með merki héraðssambandanna við hún.. Sum héraðssamböndin reistu skraut- hlið framan við tjöld sín. Söngur og gleði ríkti í tjaldborginni um kvöldið, þó var gengið tímanlega til svefns, því íþrótta- mennirnir hugsuðu gott til komandi dags. Tjöldum mótsgesta fjölgaði ört er á kvöldið leið. Á sunnudag var þar risin mik- il tjaldborg. Kl. 9 á laugardagsmorgun fór fram fán->- hylling og fjöldasöngur við tjörnina heima við skólann. Að þeirri athöfn lokinni gengu íþróttamenn fylktu liði undir blaktandi fánum til íþróttavangsins og mannfjöldinn fylgdi eftir. Þar fór mikil og glæsileg fylk- ing æskumanna. Þjóðfáninn, fáni U.M.F.Í. og fánar héraðssambandanna blöktu yfir fylkingum og gáfu göngunni virðulegan og hátíðlegan svip. Mannfjöldinn var hljóður og hugfanginn. Hátíð fór í hönd. Gangan staðnæmdist fyrir framan ræðustólinn á íþróttavellinum. Þar flutti séra Eiríkur J. Eiríksson, sambandsstjóri U.M.F.I., snjalla setningarræðu. 11. landsmót U.M. F.í. var sett. Allan laugardaginn fór fram keppni í íþróttum. Gestum fjölgaði mjög er á dag- inn leið. Um kvöldið var haldinn útifundur heima við Laugaskóla. Umhverfis tjörnina var þéttskipað áheyrendum. Umræðuefni fundarins var æskan og ungmennafélögin. Ræðumenn voru fimm, einn frá hverjum landsfjórðungi og einn frá U.M.F.l. Ræðu- menn voru þessir: Sigurður Greipsson, Ingi Tryggvason, Jón Hjartar, Kristján Ing- ólfsson og Skúli Þorsteinsson, sem var fundarstjóri. Á fundinum fór einnig fram íþróttasýning undir stjórn Björns Jóns- sonar og kórsöngur undir stjórn Páls Jóns- sonar. Sól skein í heiði mestan hluta dags- ins, en áður en fundi lauk kom regnskúr mikil, en enginn lét sér bregða. Um kvöldið var stiginn dans á þrem stöðum. Þannig leið fyrri dagur mótsins. Kl. 9 á sunnudagsmorgun fór fram fána- hylling og fjöldasöngur við tjörnina. S K I N F A X I 13

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.