Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 14
Skrúðganga við upphaf mótsins að Laugum. Til kl. 12 fór fram keppni í einstökum íþróttagreinum. Kl. 13.30 hófst hátíðasam- koma mótsins. Samkoman hófst með guðs- þjónustu. Séra Eiríkur J. Eiríksson, sam- bandsstjóri U.M.F.l. prédikaði. Öskar Ág- ústsson, héraðsstjóri H.S.Þ., flutti setning- arræðu. Hátíðaræður fluttu: Ingólfur Jónsson, ráðherra, Jóhann Skaftason, sýslumaður og Karl Kristjánsson, alþingis- maður. Þá fór fram þjóðdansasýning und- ir stjórn Ingimundar Jónssonar og Védís- ar Bjarnadóttur, fimleikasýning undir stjórn Öskars Ágústssonar og glíma. Glímustjóri var Þorsteinn Einarsson. Milli atriða sungu þrír kórar undir stjórn Þráins Þórissonar, Sigurðar Hall- marssonar, Jónasar Helgasonar og Páls Jónssonar. Hátíðasamkoman fór fram í fögrum hvammi við íþróttavagninn. Veður var fremur þungbúið fyrrihluta dagsins, en sól og sumar vermdi mannfjöldann meðan á samkomunni stóð. Þessi samkoma mun flestum viðstöddum ógleymanleg. Ræðu- menn röktu sögu ungmennafélagshreyf- ingarinnar, fluttu þakkir og hvöttu til dáða. Æskan, karlar og konur sýndu leikni og þrek. Samstilltar raddir söng- fólksins vöktu hrifni og hlýju. Þúsundir mótsgesta þökkuðu sýningar, söng og ræð- ur. Það ríkti helgi og fegurð yfir þessari hátíðastund 11. landsmóts U.M.F.Í. Þegar hátíðasamkomunni var lokið, fór fram íþróttakeppni. Báða dagana var keppt í starfsíþróttum undir stjórn Stef áns Ólafs Jónssonar og Steinunnar Ingi- mundardóttur. Starfsíþróttakeppni var nú verulegur þáttur í mótinu og vakti sér- staka athygli. Á sunnudagskvöldið fóru fram mótsslit 14 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.