Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 33
bau félög, er áður höfðu starfað í sveitinni, og rakti síðan sögu ung- mennafélagsins. Verða nokkur atriði hennar rakin hér á eftir. Aðalsteinn Ólafsson frá Melgerði flutti félaginu frumort kvæði, Ang- antýr H. Hjálmarsson kennari, Sól- garði, flutti kveðjur Bindindisfélags- ins Dalbúans í Eyf. Daníel Kristins- son flutti ræðu og Jón Stefánsson á Dalvík ávarpaði samkomuna í nafni Ungmennasambands Eyjafjarðar í forföllum Þórodds Jóhannssonar, flutti félaginu hamingjuóskir U.M. S.E. og tilkynnti um skarutritað heiðurs- og þakkarskjal, er síðar yrði afhent formanni félagsins af ung- mennasambandinu. Magnús Iiólm Árnason minntist látinna félaga og stofnenda. Eru 6 þeirra á lífi. En að- eins 3 þeirra voru viðstaddir. Mörg heillaskeyti bárust. Halldór bóndi Friðriksson í Illeið- argarði stjórnaði almennum söng. Eðvarð Sigurgeirsson sýndi kvik- mynd, og að loknu borðhaldi var stig- inn dans. Hér verða rakin nokkur atriði úr erindi því, er Pálmi Kristjánsson flutti á afmælinu úr sögu félagsins. Ungmennaf élag Saurbæj arhrepps var stofnað 4. júní 1911 að Saurbæ í Eyjafirði. Voru stofnendur 14. Á fyrsta árinu bættust svo við aðrir 14, svo að í árslok var félagatala 28. En félaga- tala hefur verið allmisjöfn á þessum 50 árum, oft um 30—40 upp í 60—70. Nú munu vera 47 í félaginu. Fyrstu stjórnina skipuðu: Formaður Pálmi Kristjánsson, síðar kennari í Saur- Standandi: Stjórn Ungmennafélags Saurbæjarhrepps. — Talið frá vinstri: Ingi Jóhannesson, Stóradal, Jóhann Þór Halldórsson, Illciðargarði (formaður) og Skjöldur Stein- þórsson, Skáldstöðum. — Sitjandi eru þrír af stofnendun- um, sem viðstaddir voru. Frá vinstri: Magnús Kristjáns- son, 1. varaformaður, Pálmi Kristjánsson, fyrsti formaður og Magnús Hólm, 1. ritari. (Ljósm.: E.D.) bæjarhreppi, og ritari og gjaldkeri Magn- ús Hólm Árnason, síðar bóndi á Krónu- stöðum, og Pálmi Þórðarson, síðar bóndi og oddviti í Núpufelli, sem nú er látinn. Varaformaður Magnús Kristjánsson, síð- ar bóndi í Sandhólum. Núverandi stjórn skipa: Jóhann Þór S K I N F A X I 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.