Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 10
SKÚLI H. NORÐDAHL: Norrœna œskulýðsvikan 1962 Norræna æskulýðsvikan 1962 fór fram á Valla lýðháskóla við Linköping dagana 12.—18. júní sl. og var „Rigsförbundet Sveriges 4H“ gestgjafi að þessu sinni. Tilhögun mótsins var sú, að morgnar voru notaðir til fyrirlestra, eftirmiðdagar fyrir umræður og kvöldin fyrir skemmt- an og kynningar hinna ýmsu landa og þjóða. Auk þess voru tveir dagar notaðir til kynnisferða um Östgötaland og heim- sókn í verksmiðjur International Harvest- er, þar sem framleiddar eru landbúnaðar- vélar. Einnig var heimsóttur bær E. Petter- sons bónda. Um þá heimsókn voru þátt- takendur einróma að hún hefði verið hinn forvitnilegasti og ánægjulegasti atburður ferðarinnar, vegna myndarskapar í bú- rekstri og elskulegs viðmóts heimilis- manna. Langar mig til að skýra nokkuð frá erindum og umræðum þeim, sem fram til þjóðfélagsins í heild en pastoralhefðar á staðnum. Þess vegna á að kvísla fram- taksviljanum út til eins margra stofnana og félaga og hægt er, og ef fylgja á hlut- verki uppalandans í skólahugsjónum Grundtvigs liggur það beint fyrir að æsk- unni verði gefið þar ábyrgarmikið hlut- skipti. fóru og voru að minni hyggju í senn fróð- legar og skemmtilegar. Bo Göthberg, skólastjóri Valla lýðskólans, sem er í eigu 4H klúbanna sænsku, flutti fyrsta erindið, er hann kallaði „Att váxa in i ett sam- hálle“, þ. e. að vaxa inn í samfélag sitt, mundi ég vilja kalla það. Efnið er víðfeðmt, en af þeim sökum skipaði hann því í einfalt kerfi til að leiða umræðurnar í þrengri braut og til að gera mönnum kleift að fá yfirsýn yfir vanda- málin. Þó að fyrirlesarinn hafi ekki sagt það skýrum orðum, byggði hann á þeirri höfuðforsendu, að við lifum í þjóðfélagi framleiðnikapphlaups og verzlunar- mennsku. Fyrst skilgreindi hann aldurstakmörk æskuskeiðsins frá bernsku um 12—13 ára aldur að fullorðinsárum 21—22 ára, sem fer hækkandi eftir því sem tæknileg þró- un þjóðfélagsins er meiri. Þetta þýðir að En sé þetta ekki hægt af einhverjum ástæðum, eiga æskulýðsfélögin að gera hugmyndina um „Lýðháskóla á íslandi“ að framtíðarstarfi sínu, bindást samtökum við sams konar félög á Norðurlöndum til fjárhagslegs stuðnings og t. d. fullkomna skólann í Haukadal og drífa hann áfram með festu og myndarskap. 10 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.