Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 7
það, að það eru prófessorarnir sjálfir, sem leita þangað með nemendahópa sína, og hafa samvinnu við lýðháskólamennina um fræðsluna, sem þar fer fram, en ekki svo að skilja, að lýðháskólarnirhafisérstaklega borið sig eftir þessari samvinnu. Hitt er augljóst að í þessu liggur stórkostleg við- urkenning á starfsháttum lýðháskólanna. Stjórnendur lýðháskólanna og kennarar þeirra eru á seinni árum sjálfir oftast há- skólagengnir menn, sem hafa fundið hjá sér köllun til að gerast útverðir þjóðhoil- ustu og lifandi alþýðumenningar. Sumir hafa þó kennaramenntun og nokkrir eru sjálfmenntaðir hugsjónamenn, og það eru sérstaklega þeir, sem verða fyrir óvild frá þess háttar steingerðum fræðagörpum, sem engu láta sig varða uppeldi æskulýðsins og úlíta sig alvísa og öllum kænni á hverju sviði lífsins sem er, af því að inni í sínum þi’öngu verkstofum og laborátoríum geta þeir ráðið við formúlur sínar og viðfangs- efni. III. ísland hefur á seinustu árum haft tvö uiikilsverð mál á dagskrá í sambandi við Dani: Sambandsslitin og handritamálið. Gefa þau nokkra hugmynd um uppaland- ann í því fræðsluformi, sem bundið er við namma fræðslulaga og hins vegar hina frjálsu kennslu lýðháskólanna. Ekki bar neitt á því, að hinir rúmmiklu og fjölsóttu Pnófskólar hefðu aukið sérstaklega þekk- lngu danskra manna á réttlátum frelsis- hröfum fslands. Allir tilburðir þeii'ra til ^lvaxdegrar íhugunar um samband Islands °g Danmerkur byggðust á skoðunum, sem fyri'verandi valdhafar höfðu haft fyrir ái’atugum. Þegar fsland var nefnt á nafn sem gildur borgari í samskiptalífi mynd- ugx'a þjóða kipptust þeir við og álitu að hér væri um að ræða stói'hættulegan aðsteðj- andi vanda, sem gæti leitt mikla óvirðingu yfir Danmörku og steypt íslandi á ógæfu- þröm. Hins vegar sást sti'ax, að lýðháskóla- menn og nemendur þeii’ra höfðu fylgzt með því, sem var að gerast kringum þá. Þeir gerðu Danmöi'ku og íslandi jafnhátt undir höfði, og gengu jafnvel feti framar í sjálf- stæðismálinu en margir fslendingar. Þeir skoðuðu íhaldssamar skoðanir andstæð- inga fslendinga sem kyrrstæðan lífsfjand- skap og vonuðu að Islendingar gei’ðu ekki frelsismál sitt að þannig breiðgötu þar sem allt lendir í dáðleysi og undanhaldi. Þegar handritamálið kom á dagskrá tóku þeir það upp á sama hátt og túlkuðu rök- semdir fslands af meix'i einurð en jafnvel fslendingar sjálfir. Þeir börðust með oddi og egg gegn skiptingartillögunni og vildu ekki viðurkenna annað en íslenzku þjóðina sem hinn einasta rétta eiganda að handi’it- unum. Þeir álitu alla aðra lausn ódreng- lynda gagnvart þjóðlegum hugsjónum og skiptingartillöguna ótímabært undanhald fyrir því steinrunna aftui’haldi, sem ekki virtist hafa neina snei'tingu af hugsjónum vestx-ænnar lýði'æðismenningar. Önnur bai'átta en lýðháskólamanna fyrir heim- flutningi handritanna var ekki upp á mai'ga fiska, og gerði jafnvel gælur við þann andlega níhilisma, sem bii'tist hjá ýmsum foringjum hærri skóla eða undan- villingum þeii’ra. Auðvitað væri það órétt- látt að álíta að andstæðingarnir hafi aldrei haft á neinu réttu að standa í skoðunum sínum, en þegar litið er yfir allt það karp, sem farið hefur fi'am um þessi mál í Dan- möi'ku, verður öllum ljóst, að stefna lýð- s K i n F AX i 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.