Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 8
háskólamanna var fjarri öllum tækifær- issjónarmiðum. Kom þar fram kenning Grundtvigs um hina menningarlegu á- byrgð gagnvart öðrum þjóðum. Hægt væri að færa þessu ýms dæmi til sönnunar. Þannig eggjuðu lýðháskólamenn Friðrik Ásmundsson Brekkan á sínum tíma til að þýða Einokunarverzlunina eftir Jón Aðils. Það var mikil þrekraun fyrir mann, sem ætlaði sér að verða skáld, að kasta sér yfir þvílík fræði, þó um þýðingu væri að ræða. En þeir sögðu við hann, að þeir þyrftu á þessum gögnum að halda til að geta skilið Island og barizt fyrir íslenzk málefni gegn steinrunnu afturhaldi stór- danans. Dr. Maríus Kristensen, kennari á Askov, sagði mér frá þessu, og nokkrum árum seinna kom röðin að mér. Bæði í deilunni um sambandsslitin og handrita- málið heimtuðu þeir stöðugt af mér gögn í hendur, og þeim fannst einhvern veginn að ég sem íslendingur hlyti að finna það mikið til þegnskyldu með þjóð minni, að ég gæti alltaf verið reiðubúinn og án ann- arrar borgunar en ánægjunnar yfir að berjast fyrir góðu málefni. Oft komu fyrir- spurnirnar úr svo mörgum áttum og heimt- uðu svo ýtarlegar greinargerðir um sögu- legan og menningarlegan gang málanna að ég var alveg að örvilnast og varð að sitja við skrifborðið vikum og mánuðum saman við bókalestur og bréfaskriftir. En að neita um þá aðstoð, sem ég gat veitt, fannst mér ekki samboðið uppruna mínum. IV. Þegar litið er á hvernig skilningurinn á íslenzkum þjóðmálum speglast í starfi upp- alandans að skólahugsjón Grundtvigs með ýmsum hætti og á ýmsum stígum, hlýtur sú spurning að vakna: Hvenær verður reistur lýðhskóli á íslandi og hvernig? Það er ánægja til þess að vita að menn kirkj- unnar hafa tekið þetta mál upp í sambandi við endurreisn Skálholts, og einmitt lagt áherzlu á það, að sá skóli ætti að gegna öðru hlutverki heldur en aðrir unglinga- skólar, sem bundnir eru við ramma fræðslulaganna. „Skóli fyrir lífið“ eins og Grundtvig kallar lýðháskólann, verður að vera algerlega frjáls, en það er auðvitað engin trygging fyrir því, að hann verði hæfari í htutverki sínu, þó hann verði reistur í Skálholti. Hins vegar mætti ætla að þjóðin sýndi það mikla rækt við þennan stað, að hún sameinaðist til átaka um að bæta úr tvöföldum vanda: endurreisn Skál- holts og þörfinni á frjálsum lýðháskóla á Islandi. En ef þjóðin á að standa að baki honum þyrfti vakningin fyrir málefninu að kvíslast til sem flestra menningarlegra stofnana og félaga. Einhvern veginn virðist mér bera á ein- hverjum ótta við að gerð verði einhver ax- arsköft ef þjóðkirkjan hafi ekki alla for- ustu. Æskilegt væri þó að fleiri en beint prestar kæmu til móts við lýðháskólahug- myndina og veittu henni stuðning, t. d. Ungmennafélag Islands og íþróttasamband Islands. Það liggur í sjálfri menntahug- sjón lýðháskólanna að gefa æskunni verk- efni, sem mannar hana og lætur hana finna til ábyrgðar gagnvart lífinu. Og það er al- ger misskilningur í menningarfram- kvæmdum, sem stefna að uppeldisstarfi, þegar hinir eldri, sem völdin hafa, gera þau verk, sem fela í sér hvatningu og eggj- an, og láta ekkert eftir handa æskunni nema böllin. 8 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.