Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 34
Halldórsson, Hleiðargarði, formaður, en
ritari og gjaldkeri Ingi Jóhannesson bóndi
í Stóradal og Skjöldur B. Steinþórsson
bóndi, Skáldstöðum.
Félagið gaf út handritað blað í mörg
ár, er lesið var upp á fundum.
Félagið hafði hug á að koma upp sund-
laug, en skilyrði til þess voru slæm, nema
við Hólsgerðislaug. Byggði Ungmennafé-
lagið Vorboðinn í Hólasókn þar sundlaug
og tók Ungmennafélag Saurbæjarhrepps
einhvern þátt í því. Var hún notuð nokkur
ár, eða þar til sundlaug var gerð við
Hrafnagil. Sundkennari við Hólsgerðis-
laug var Hjálmar bóndi Þorláksson í Vill-
ingadal.
I skógræktarmálum vann það að friðun
Leyningshólaskógar, en Skógræktarfélag
Eyfirðinga tók það að sér seinna. Síðar
varð það föst venja, að ungmennafélagið
og Bindindisfélagið Dalbúinn í Hólasókn
gengjust fyrir því, að fólk kæmi saman í
Leyningshólum einhvern sunnudag nálægt
miðju sumri. Kalla menn það Leynings-
hóladag og er þar oft fjölmennt.
Félagið kom upp heyforðabúri 1912 og
byggði heyhlöðu, og starfaði það í nokkur
ár. Einnig hafði það kartöflurækt í nokk-
ur ár. Það safnaði fé til Heilsuhælis Norð-
urlands. Það starfrækti Lestrarfélagið í
hreppnum frá 1923 til 1928. Veturinn 1926
hélt félagið tréskurðarnámskeið í 2 vikur.
Leikstarfsemi hefur verið nokkur, og
nokkur leikrit sett á svið, oft í félagi við
kvenfélag sveitarinnar, og ungmennafé-
lagið hefur löngum haldið uppi skemmt-
analífi í sveitinni.
Nokkur íþróttastarfsemi hefur verið í
félaginu allt frá stofnun þess, og íþróttir
sýndar á útisamkomum, sem haldnar voru
milli 1920—1930. En nú á seinni árum
hefur íþróttastarfsemi færzt í aukana og
orðið skipulegri. Hefur félagið haft
íþróttakennara bæði sumar og vetur nokk-
urn tíma í hvert sinn. Þar á meðal hafa
stundum verið kenndir þjóðdansar. Nokkr-
ir úr félaginu, bæði piltar og stúlkur, hafa
keppt í frjálsum íþróttum á héraðsmótum
Ungmennasambands Eyjafjarðar og hlot
ið verðlaun.
Húsbyggingar. Framan af árum hafði
félagið ekki ráð á húsnæði til fundahalda
eða nokkurrar starfsemi, frekar en mörg
önnur ungmennafélög, nema frammistofur
á bæjum, eða þinghús hreppsins, sem var
gamalt timburhús óupphitað. Varð það því
brátt eitt af aðalverkefnum félagsins að
fá bætt úr því Það byggði samkomuhús í
félagi við hreppsfélagið árin 1935—1936.
Var það allstór fundasalur með leiksviði í
öðrum enda, einnig stofa og eldhús með
forstofu. En árið 1953 var byrjað á að
byggja þar félagsheimili. Salurinn var
stækkaður og leiksviðið og byggt svo við.
Á sömu hæð er rúmgóð kennslustofa fyrir
barnaskóla sveitarinnar, einnig lítið her-
bergi fyrir bækur og kennsluáhöld. Eld-
hús, rúmgóð forstofa o. fl. í kjallara eru
snyrtiherbergi, fatageymsla og þar er
einnig bókasafn Saurbæjarhrepps. I ris-
hæð eru nokkrar stofur og eldhús og er
þar íbúð kennara. Er þetta félagsheimilið
Sólgarður. Ungmennafélagið var í félagi
við hreppsfélagið um byggingu þess og
einnig fleiri félög að einhverju leyti, bæði
Kvenfélagið Hjálpin og félagið Dalbúinn,
og svo fékkst fé úr Félagsheimilasjóði.
Var með þessari byggingu miklum
áfanga náð og skilyrði fengin til ýmissar
menningarstarfsemi í sveitinni.
34
S K I N F A X I