Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 16
um 80. Talið er að um 9000 gestir hafi kom-
ið til Lauga mótsdagana.
Frá árangri í íþróttakeppni mótsins var
greint í síðasta hefti Skinfaxa.
Landsmót Ungmennafélags Islands hafa
jafnan vakið þjóðarathygli. Þetta síðasta
landsmót fór fram með miklum glæsibrag.
Sérstaklega ber að þakka Héraðssambandi
Suður-Þingeyinga, héraðsstjóra þess,
framkvæmdanefnd, skólastj. Laugaskóia,
mótsstjóra, stjórnendum íþróttagreina og
öðrum, sem að mótinu unnu, fyrir ágætan
undirbúning og fyrirgreiðslu mótsdagana.
Kvikmynd var tekin af þessu landsmóti
eins og fyrri mótum. Hún geymir svip-
myndir og frásögn í fáum dráttum og ber
vitni um glæsilegt æskulýðsmót. Undir-
búningur mótisins og framkvæmd þess
krafðist mikils starfs og árvekni, en þá má
ekki gleyma þætti héraðssambandanna, og
félaganna heimafyrir. Ekki heldur dugnaði
og áhuga íþróttamannanna við æfingar í
frístundum.
Landsmótið á Laugum var merkur
menningarviðburður og bar vott um táp-
mikla og glæsilega æsku, sem verðskuldar
viðurkenningu og traust. Það bar þess
vott, að ungmennafélagshreyfingin er vel
vakandi og í vexti.
Það var vor og draumur í lofti yfir
Laugastað á 11. landsmóti U.M.F.Í. Mun-
um svo næsta landsmót og kjörorð Ung-
mennaf élaganna:
Islandi allt.
Það eru nú liðin nokkur missiri síðan óg
dróst á það að safna efni og rita sögu Ung-
mennafélags Islands. Því verki hefur þó
lítt miðað áfram, og eru til þess ýmsar or-
sakir. Gert var ráð fyrir, að saga þessi yrði
miðuð við þáttaskil fimmtugsafmælis ung-
mennafélagshreyfingarinnar hér á landi,
en þar sem það afmæli var um garð geng-
ið, þegar ég tókst á hendur þetta verk, var
auðsætt að ritið gæti ekki komið út á þess-
um tímamótum. Þar að auki var ég all-
mjög störfum hlaðinn og gat ekki snúizt
að verkinu þegar í stað.
Við athugun kom einnig í ljós, að það
mundi verða allmikið verk og eklci auð-
unnið að safna þeim gögnum, sem til sög-
unnar þurfti, hjá félögum og rnönnum víðs
vegar um land. Ilins vegar kom þá einnig í
Ijós, að flest héraðssamböndin og sum fé-
lögin voru að vinna að söfnun gagna í eig-
in sögu og útgáfu hennar, enda áttu þau
fimmtugsafmæli hvert af öðru hin næstu
missiri. Virtist því einboðin vinnuhagræð-
16
S K I N F A X I