Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 21
Þingeyinga var haldið í Húsavík 23. júní.
Framkvæmdastjóri U.M.F.l. var gestur
þingsins og flutti þar ávarp og tók þátt í
umræðum. Næsta viðfangsefni sambands-
ins á síðasta starfsári var landsmótið að
Laugum, sem fór fram með myndarbrag,
en krafðist mikils undirbúnings. Mikill á-
hugi ríkti á þinginu um málefni ungmenna-
félaganna. Fast var deilt á sambandsstjórn
U.M.F.I. fyrir það að „Skinfaxi" kemur
ekki reglulega út og sérstaklega var það
vítt, að í síðasta hefti ,,Skinfaxa“ hefði
ekki verið sagt frá Laugamótinu síðastlið-
ið sumar á viðeigandi hátt með yfirlits-
grein og myndum.
Bæjarstjórn Húsavíkur bauð þingfull-
trúum til kaffidrykkju um kvöldið og voru
þar fluttar margar ræður. Formaður sam-
bandsins, Óskar Ágústsson, flutti bæjar-
stjórn Húsavíkur og Kaupfélagi Suður-
Lingeyinga sérstakar þakkir fyrir veitta
aðstoð og vinsemd í garð sambandsins og
afhenti oddfána H.S.Þ. að gjöf. Einnig
færði formaður H.S.Þ. U.M.F.l. myndabók
írá landsmótinu að gjöf. Þingið stóð einn
^ag, en var vel sótt.
Ungmenna- og íþróttasamb. Austurlands.
Héraðsþing Ungmenna og íþróttasam-
bands Austurlands var haldið dagana 80.
júní og 1. júlí að Eiðum. Framkvæmda-
stjóri U.M.F.I. var boðinn til þingsins og
flutti þar ávarp og tók þátt í störfum
þingsins. Fulltrúa vantaði frá nokkrum
félögum. Sóknarhugur ríkti á þinginu um
ftiálefni sambandsins. Form. U.I.A. er
Kristján Ingólfsson. Skúli Þorsteinsson,
fyrsti formaður sambandsins, var kjörinn
heiðursfélagi U.I.A.
Héraðssamband Vestur-Isfirðinga.
50. héraðsþing Héraðssambands Vestur-
Isfirðinga var haldið að Núpi 11. júní 1962.
I stjórn voru kjörnir Sigurður R. Guð-
mundsson, form., Gunnlaugur Finnsson,
ritari, Tómas Jónsson, féhirðir.
Góð samfylgd.
Hermann Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri I.S.I., var gestur á héraðsþingum
H.S.Þ. og U.I.A. ásamt framkvæmdastjóra
U.M.F.I. Hermann flutti ávarp á þingun-
um og tók þátt í þingstörfum.
13. sambandsráðsfundur U.M.F.Í.
var haldinn í Reykjavík sunnudaginn 16.
september 1962. Við fundarsetningu af-
henti sambandsstjóri U.M.F.Í., séra Eirík-
ur J. Eiríksson, Óskari Ágústssyni, hér-
aðsstjóra Héraðssambands Suður-Þingey-
inga, þakkarávarp til sambandsins fyrir
ágæta framkvæmd á 11. landsmóti U.M.
F.l. 1961. Einnig afhenti sambandsstjóri
Sigurði Guðmundssyni héraðsstjóra Hér-
aðssambands Vestur-lsfirðinga afmælis-
gjöf í tilefni af 50 ára starfi héraðssam-
bandsins. Aðalverkefni fundarins voru:
Breytingar á lögum U.M.F.I. Næsta lands-
mót U.M.F.Í. — Næsta sambandsþing
U.M.F.l. Næsta sambandsþing tekur loka-
ákvörðun um lagabreytingar og næsta
landsmót. Lögð var fram skýrsla um starf-
semi U.M.F.T. Sjá ársbréfið.
Norræn æskulýðsvika.
Norræna æskulýðsvikan 1962 fór fram í
Svíþjóð og átti U.M.F.l. þar fulltrúa. Gert
var ráð fyrir, að Norræn æskulýðsvika yrði
haldin á Islandi 1965 eða 1966.
S < I N F A X I
21