Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 32
veruleika bærist frá sviðinu þegar þessi ungi maður engdist sundur og saman af ómótstæðilegri löngun í eitur, meira eitur. Þegar Jonni harkaði af sér eða þegar ný sprauta gerði honum lífið bærilegt náði Steindór ekki eins góðum tökum á hon- um, hætti þá við að verða fullnormal á stundum. Gísli Halldórsson lék Polo Pope og skip- aði sér með þessum leik í röð allra beztu leikara hérlendis. Róbert Arnfinnsson hef- ur að þessu verið meistarinn meðal ís- lenzkra leikara að því er túlkun á ölvuðum mönnum snertir. Gísli komst á hlið við hann með túlkun sinni á Polo. Polo er einn þeirra óhamingjusömu manna, sem ekki fá ást né kærleika end- urgoldinn. Faðir þeirra bræðra, sem var ekki verulega vel leikinn af Brynjólfi Jó- hannessyni, tók alltaf Jonna fram yfir Polo og konan, sem Polo elskar er gift Jonna. Engin undur að mæðusamt væri í hugskoti hans, ekki sízt þegar hann varð að þræla fyrir eiturlyfjum handa bróður sínum og leyna því hvemig ástatt væri eftir því sem hann gat. Eiginkonan er frá höfundarins hendi stórgölluð og ekki bætti það úr skák að leikstjórinn lét hana vera fallega og vel upplagða þótt hún væri komin fjóra mán- uði á leið ynni fulla vinnu og svæfi ekki á nóttum fyrir áhyggjum. Michael Vincente Gazzo hefur í Kvik- sandi ráðizt í að flytja einn ægilegasta harmleik veruleikans inn á leiksvið. Til- raunin hefur ekki nema að nokkru leyti heppnazt. Hann nær sterkum áhrifum vegna efnisins, en persónusköpunin er ekki nándar nærri nógu góð. Eigi að síður hlýtur öllum, sem sáu leikinn, að verða hann minnisstæður og eins og ástatt er í þessum málum hér á landi ætti hann að verða mörgum ærið umhugsunarefni. Þótt einkum hafi verið spjallað um hin veigameiri leikrit í þessari grein fór fjarri því, að á þeim bæri mest síðastliðið leikár. Gamanleikirnir nutu mestrar aðsóknar, einkum söngleikurinn My Fair Lady. Sýn- ing Þjóðleikhússins á þessum fræga söng- leik var með miklum ágætum, en þýðingin ekki á marga fiska, sízt Ijóðaþýðingin, enda hægara um að tala en í að komast að íslenzka þann kveðskap. Ég hafði séð My Fair Lady í London og mun lengi minnast með ánægju, að sýning Þjóðleikhúsising tók þeirri brezku fram á ýmsan hátt, Ólafur Gunnarsson. PÁLMI KRISTJÁNSSON: Ungmennafélag Saurbœjarhrepps í Eyjafirbi 50 ára Á síðastliðnu vori 1961 varð Ungmenna- félag Saurbæjarhrepps fimmtíu ára. Það var sunnudaginn 4. júní. Var þá veglegt hóf haldið að Sólgarði, félagsheim- ilinu í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði og minnst 50 ára afmælis félagsins. Á þrið,ja hundrað manns voru þarna saman komin, er samtímis sátu að veizlu- borði. Formaður félagsins, Jóhann Þ. Hall- dórsson í Hleiðargarði bauð gesti vel- komna í stuttri ræðu og stjórnaði hófinu. Þá flutti Pálmi Kristjánsson, fyrrverandi kennari í sveitinni og fyrsti formaður fé- lagsins, alllangt erindi. Minntist fyrst á 32 s K I N F A X I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.