Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 11
þátttaka æskumannsins í ábyrgð, skyldum og lífsháttum hins fullorðna fólks hefst fyrr hjá hinum vanþróaðri þjóðum, þ. e. a. s. í bændaþjóðfélaginu. Einnig gætir þessa munar á sveit og bæ og stórborg. Einnig lagði hann áherzlu á þrjá veiga- mikla þætti í viðhorfamyndun æskufólks í dag, þ. e. bústaðaskiptin, starfsskipti og viðbrigðin, sem fylgja því að koma úr þröng kunningsskapar hins litla samfélags í ókunnugleika og afskiptaleysi fjölmenn- isins. 1 þessu ljósi ræddi hann síðan æsku- lýðsstarfið, sem hann greindi í tvennt: A) Uppeldi æskunnar sem framleiðanda. Þýð- ingarmest í því starfi taldi hann, að sam- fara starfsgreinafræðslu og ráðleggingum þyrfti að efla uppeldi til sjálfsþekkingar. Það að gera æskumanninum kleift að meta ýmsa þætti hæfni sinnar og víxlverkan óska, sem runnar eru úr eigin hugskoti og óska, sem skapast af áhrifum auglýsinga, tízku, tíðaranda og annarra slíkra fyrir- bæra. B) Uppeldi æskumannsins sem neyt- anda. Á því sviði eru viðfangsefnin öllu auðveldar skilgreind. Þar er fyrst að nefna uppeldi í neyzluvali, þ. e. a. s. vali lífshátta eða lífsstíls, sem er ákvarðandi um neyzlu- venjur og kröfur. I öðru lagi uppeldi í vöru- þekkingu eða þjálfun í að meta vörugæði og eiginleg lífsgæði þrátt fyrir auglýsinga- skrum, tízku og félagslega fordild. í þriðja lagi uppeldi í að gera neyzluáætlun, en í því felst mikið sjálfstjórnaruppeldi. Til að fullkomna þetta kerfi bætti hann við tveim liðum, sem hann kallaði: C) Að hafa sjónarmið og tilgang. D Félagavalið eða val lífsförunauts. Við umræðurnar kom í ljós, að þátttak- endur voru sammála um sérstaka þýðingu liðs C eins og kom fram í einróma áliti, að einstaklingur, sem hefur mótað lífsviðhorf, hafi meiri reisn og standi framar þeim skoðanalausa, sem lætur stjórnast af um- hverfinu eða býður falar skoðanir sínar eftir því hverra persónulegra hagsmuna hann eða hún getur notið. Af þeim sökum var talið að eitt mikilvægasta hlutverk æskulýðssamtakanna væri að þjálfa æsku- lýðinn í því að brjóta til mergjar hin ýmsu aðsteðjandi vandamál þjóðfélagsins og mynda sér skoðanir og vera reiðubúinn til að fylgja þeim eftir með málflutningi og daglegum lífsháttum. Dregið var í efa að útrýming atvinnu- leysis ylli rótleysi og aðhaldsleysi við starfsval og í því sambandi var fordæmt uppeldisgildi atvinnuleysisins, sem ýmsir hafa haldið á loft síðari árin. Atvinnuleysi kreppuáranna var hættulegra vandamál æskunni en nokkuð annað. Talað var um að æskulýðurinn þurfi að vera við því búinn að breyta um starf tvisvar—þrisvar á starfsævinni til að að- laga sig breytilegum vinnumarkaði. Einn- ig var rætt um hættuna af vanaskemmtun- um, en frá því var horfið að umræðum um hvert tekjur unglinganna renna. 1 þvi sam- bandi var gerður samanburður á því hve mikið fé fer til menntunar ungs fólks, og þýðingu þess að afsala sér tekjum mikinn hluta æskuskeiðsins til að undirbúa sig fyrir ákveðin störf og þetta skoðað í ljósi hins almenna sparnaðar í þjóðfélaginu. Má fullyrða að málin fá nokkuð annan svip í þessu ljósi en almennt er viðurkennt í nöldrinu um ónytjungshátt æskunnar í dag. Þjálfun okkar til að velja bar næst á S K I N F A X I 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.