Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 18
íslandsmeistarar U.S.A.H. í 4X100 m boðhl. 1961. Frá vinstri: Guðlaug Steingrímsdóttir
(Vorb.), Kristín Lúðvíksdóttir (Fram) og Ásta Karlsdóttir (Vorb.).
Lárusson, Kristján Karlsson, Sigurður Sig-
urðsson, Úlfar Björnsson, Sigurgeir Stein-
grímsson, Ásbjöm Sveinsson, Pálmi Gísla-
son, Njáll Þórðarson, Valdimar Stein-
grímsson, Jón Ingvi Ingvarsson, Margrét
Hafsteinsdóttir og Guðlaug Steingríms-
dóttir, sem setti á þessum sambandsmótum
sín fyrstu glæsilegu met. En á árunum
1961—1962 vann hún sér íþróttafrægð og
meistaranafn fyrir glæst afrek á ýmsum
mótum. Á haustmóti frjálsra íþrótta árið
1961 náði Guðlaug betri árangri en þágild-
andi Islandsmet í 80 metra grindahlaupi.
I fimmtarþraut kvenna hlaut hún 3174
stig, en gildandi met í þeirri grein var
3034 stig. Guðlaug hlaut bikar fyrir að
setja fleiri en 10 U.S.A.H. met árið 1961.
Á þríhyrningsmótinu á Ferjubökkum
árið 1961 vann U.S.A.H. U.M.S.B. með 90:
83 stigum og hlaut í fyrsta sinn bikar, sem
gefinn var af Borgfirðingum í Reykjavík.
Landsmót og fjórðungsmót.
Á síðustu árum hefur U.S.A.H. sent
íþróttamenn á ýmis íþróttamót og hafa
þeir staðið sig prýðilega og sumir með
ágætum.
Á drengj ameistaramóti í Reykjavík árið
1954 urðu þeir drengjameistarar, Sig. Sig-
18
S K I N F A X I