Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 35
byggt kalda laug við Þórormstungu og lát-
ið kenna þar sund. Sigfús bókbindari í For-
sæludal kenndi þar nokkur ár. Meðal
þeirra, sem þar lærðu var Hannes Jónsson,
er seinna kenndi sund á Blönduósi og
Reykjum á Reykjabraut.
Fyrsti formaður ungmennafélagsins, í
eitt ár, var Hannes Pálsson frá Undirfelli,
en formenn félagsins hafa til þessa dags
verið alls tuttugu og þrír. Grímur Gíslason
í Saurbæ hefur lengst verið formaður fé-
lagsins, eða níu ár á þessum tímabilum.
Grímur var fyrst formaður á tímabilinu
1933 til 1937. Á þeim árum byggði félagið
samkomuhúsið að Ásbrekku. Hefur húsið
æ síðan verið fundarhús félagsins. Þar eru
hreppsfundir haldnir og allar almennings-
samkomur Vatnsdælinga. Þá hefur far-
skóli sveitarinnar verið flesta vetur til
húsa á Ásbrekku.
Félagið hlaut nokkurn styrk frá Ás-
hreppi til byggingar hússins. Og sérstak-
lega hefur það notið aðstoðar sveitar-
sjóðsins við endurbætur hússins nú síðustu
árin.
Félagið hefur frá 1942 haldið árlega jóla-
trésskemmtun fyrir böm.
Árið 1945 gaf Guðmundur Jónasson,
Ási, félaginu land til skógræktar og hefur
verið græddur þar skógur.
Félagsblaðið Ingimundur gamli var gef-
ið út um árabil. Var Kristján Sigurðsson
kennari lengst ritstjóri þess.
Blaðið flutti greinar um ýms efni, sögur
og frumsamin ljóð. Mikilvirkustu höfund-
ar bundna málsins voru Kr. Sigurðsson,
Ingibjörg Sigfúsdóttir og Ásgrímur Krist-
insson.
Iþróttir hefur félagið iðkað nokkuð.
Fundir félagsins voru jafnan fjölsóttir.
Mælskulist við háborðið og margs konar
gleðskapur um hönd hafður.
Umf. Vatnsdælingur var með, er U.S.
A.H. var endurreist 1938, og síðan veitt
samfélagsstarfinu óskoraðan stuðning.
St. D.
Afrekaskrd
U.S.A.H.
Hlaup, 100 m.
1. Hörður Lárusson, Hv. 11,2 sek. 1955
2. Valdimar Steingrímsson, Vorb. 11,3 — 1960
3. Sigurður Sigurðsson, Fram 11,4 — 1956
4. Sigurður Geirdal, Hv . 11,4 — 1960
5. Sigurgeir Steingrímsson, Hv. 11,5 — 1957
6. Valur Snorrason, Hv. 11,5 — 1962
Hlaup, 200 m.
1. Valdimar Steingrímsson, Vorb. 23,4 — 1960
2. Sigurður Sigurðsson, Fram 23,8 — 1959
3. Sigurður Geirdal, Hv. 24,2 — 1960
4.- —5. Pálmi Jónsson, Húnar. 25,0 — 1954
4.- —5. Hörður Lárusson, Hvöt 25,0 — 1954
6. Jón Ingi Ingvarsson,Fram 25,0 — 1961
Hlaup, 400 m.
1. Pálmi Jónsson, Hv. 53,6 — 1957
2. Sigurður Sigurðsson, Fram 54,3 — 1959
3. Hörður Lárusson, Hv. 54,5 — 1955
4. Valdimar Steingrímsson, Vorb. 54,9 — 1961
5. Sigurður Geirdal, Hv. 55,2 — 1961
Illaup, 800 m.
1. Pálmi Jónsson, Hvöt 2:05,1 mín. 1957
2. Pálmi Gíslason, Hvöt 2:11,1 — 1960
3. Björgólfur Einarsson, Vorb. 2:16,3 — 1961
4. Valdimar Steingrímss., Vorb. 2:21,8 — 1961
5. Lúvís Pétursson, Vorb. 2:29,3 — 1961
6. Hallbjörn Kristjánsson, Hv. 2:29,3 — 1961
35
S K I N F A X I