Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 26
tíðin oftlega til kynna við nágrannafélögin. Var allt þetta til að glæða mjög félagslífið. Til skemmtisamkoma, er félagið hélt jafn- aðarlega eina á ári hverju, var vel vandað. Stofnendur félagsins Framtíðin árið 1904 voru m. a.: Jón Guðmundsson, Torfa- læk, Jón Benediktsson, Skinnastöðum, nú bóndi á Húnstöðum, og Guðmundur Sig- urðsson, bóndi að Kringlu. Eftir árið 1932 er um sex ára bil starf- andi unglingafélag í Torfalækjarhreppi, sem Jónas Jónsson fræðslustjóri stofnaði, en hann var þá farkennari þar í sveitinni. Pálmi Jónsson, bóndi, Akri. 1. form. Umf. „Húnar“. Ungmennafélagið Húnar var stofnað að Torfalæk 2. nóv. 1952. Stofendur voru tuttugu. Fyrstu stjórn fé- lagsins skipuðu: Pálmi Jónsson, nú bóndi á Akri, Erlendur Eysteinsson, bóndi á Beinakeldu og Stefán Jónsson, kennari, Kagaðarhóli. Á þessum tíu ára starfstíma hefur fé- lagið verið virkt starfsfélag í U.S.A.H. Félagið hefur m. a. tekið þátt í sveita- keppni í skák sl. fjögur ár. Húnar hafa stofnað húsbyggingarsjóð Kristófer Kristjánsson, Köldukinn II. Núverandi form. Umf. „Húnar“. og hyggst félagið, þegar aðstæður leyfa, reisa félagsheimili á starfssvæðinu. Nú- verandi stjórn félagsins skipa: Kristófer Kristjánsson, formaður, Jóhann 0. Jóns- son, féhirðir og Jóhannes Torfason, ritari. Ungmennafélag Bólstaðarhlíðarhrepps. Málfundafélagið Vísir í Bólstaðarhlíðar- hreppi var eitt af stofnfélögum héraðssam- bandsins árið 1912 og var virk sambands- deild til ársins 1926. Af ókunnum ástæðum hvarf félagið úr sambandinu, hefur senni- lega orðið óstarfhæft sem fleiri félög á þeim tíma. Árið 1935, 9. maí, var stofnað ung- mennafélag í Bólstaðarhlíðarhreppi með 32 félögum. Félagið gekk í U.S.A.H. árið 1939 og starfaði að málum félagasamtakanna síðan. Félagið hefur verið mjög athafna- samt heima fyrir, einkum síðari árin. Hefur það lagt mikið fé af mörkum, auk sjálfboðavinnu, í félagsheimilið Húnaver. Þá hefur félagið ásamt fleiri aðilum annast gróðursetningu trjáplantna í skógarreit við Ilúnaver. Skemmtistarf, sérstaklega fyrir æsku- 26 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.