Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 31
Tvo heiðurspeninga frá U.S.A.H. fyrir
beztu þátttöku í íþróttavikunni 1960 og
1961.
Þá hefur félagið í vörzlum sínum far-
andbikar U.S.A.H. fyrir flest stig á hér-
aðsmótinu 1962 og Svartárbikar, er veiði-
menn gáfu, fyrir að vinna sveitakeppni í
skák 1962. Einnig hefur félagið hlotið heið-
ursskjal frá U.S.A.H. fyrir vinning í sömu
skákkeppni.
Þetta litla ágrip af glæsilegri þróunar-
sögu Vorboðans er aðeins lítið brot þess,
er frásagna er vert og sem vafalaust verð-
ur skráð, þegar félagið verður fimmtíu ári
þ. 3. janúar 1966.
Ungmennafélagið Hvöt.
Þegar Sambandsfélag Austur-Húna-
vatnssýslu, er seinna varð S.U.A.H.—
U.S.A.H., var stofnað, mættu fulltrúar frá
Umf. Blönduóss á báðum stofnfundunum,
10. febrúar og 30. marz 1912. En vegna
ágreinings út af afgreiðslu lagafrumvarps
sambandsins hurfu þeir af síðari fundinum
og varð félagið aldrei sambandsfélag.
Um uppruna félagsins og störf vantar
öll skilríki. Þó er kunnugt, að félagið
byggði sundpoll og var þar kennt sund
vorin 1909 og 1910. Sundkennari var Hann-
es Jónsson, síðar kaupfélagsstjóri og al-
þingismaður. Hann kenndi sund á Reykj-
um árin 1912 til 1915.
Árin 1915 og 1916 var Ungmennafélagið
Dagsbrún á Blönduósi í sambandinu, en
hvarf brátt úr sögunni.
Svo líða árin. Þann 21. nóv. 1924 var
Ungmennafélagið Hvöt stofnað á Blöndu-
ósi. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins
mun hafa verið Steingrímur Davíðsson.
Félagið var brátt allfjölmennt. Hélt það
málfundi hálfsmánaðarlega að vetrinum,
þar sem rædd voru ýmis mál, sem vörðuðu
vaxtarþrá félagsins og menningu kaup-
túnsins, og þá ýmis önnur mál, er til al-
menningsheilla horfðu. Félagið beitti sér
fyrir kynningafundum nágrannafélaga og
bauð þeim heim. Á þessum fundum voru
fjörmiklar umræður, fundir skemmtilegir
og örvuðu mjög æðaslátt félaganna.
Skemmtisamkomur voru oft haldnar á
vegum félagsins. Hófust þær með erindi,
er einhver valinn maður flutti. Þá voru
sýndir leilcþættir, flutt ljóð eða sögur lesn-
ar og síðast stiginn dans.
Eftir að Leikfélag Blönduóss var stofn-
að, lagðist leikstarfsemi ungmennafélags-
ins að mestu niður.
Áður en samkomuhúsið á Blönduósi var
byggt, var erfitt um húsnæði fyrir al-
mennar samkomur. Fyrir leiksýningar var
notuð gömul vörugeymsla, hún tjölduð að
innan með því bezta, sem til fékkst, leik-
svið gert af tunnum og borðvið o. s. frv.
,,Því verður að tjalda, sem til er.“
Félagið gaf út félagsblað, er birti, auk
greina um ýmis efni, sögur og ljóð.
Þegar á fyrstu árum félagsins hélt það
árlega jólatrésfagnað fyrir börn á Blöndu-
ósi og nágrannabæjum. Hefur sá siður
haldizt æ síðan. Og þau ár, sem félagið
var óstarfhæft vegna lítillar þátttöku,
héldu elztu félagarnir áfram uppteknum
hætti, svo þessi hátíð barnanna féll ekki
niður.
Auk margra ónefndra kvenna og karla
voru þeir Karl Helgason, nú símstjóri á
Akranesi, Tómas Jónsson og Bjarni Ein-
arsson á Blönduósi miklir máttarstólpar
félagsins.
SKINFAXI
31