Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 15
nú að rætast. Með vaxandi velmegun óx
sjálfstraust einstaklinganna, svo að sungið
var fullum hálsi: „Táp og fjör og frískir
menn finnast hér á landi enn.“ Æsku-
mönnum var ljóst, að þeir áttu að erfa
landið, og því bar þeim að leggja hrausta
hönd á plóginn. Hugsjónaeldur aldamóta-
æskunnar, sem um stund fölskvaðist nokk-
uð, blossaði upp á ný og brann glaðar en
nokkru sinni, enda aflgjafinn ríkulegri.
Þjóðin hafði í senn öðlazt fullt sjálfstæði
vegna drengilegrar og vaskrar baráttu
sinna beztu manna á liðnum tíma, og mikla
möguleika til að nema land sitt að nýju,
rækta það og byggja, og þekkingu og afl
til að nýta ótæmandi auðlindir í skauti
lands og lagar.
Á fyrstu héraðsþingunum eftir að sam-
bandið byrjaði aftur reglubundin störf,
var þegar mörkuð stefnan að nýju og
merki ungmennafélaganna hafið aftur að
húni.
Á héraðsþinginu 1944 var stofnun lýð-
veldisins og lýðveldishátíðin efst á baugi.
Voru fulltrúarnir einhuga um að veita
málinu allan þann stuðning, er þeir mættu,
m. a. með því að hvetja alla atkvæðisbæra
menn í héraðinu til að neyta atkvæðisrétt-
ar síns við væntanlega þjóðaratkvæða-
greiðslu um stofnun lýðveldisins. Á þing-
inu flutti Halldór Kristjánsson erindi um
sjálfstæðismál Islendinga.
Enn vex áhugi og skerpist skilningur
félagssamtakanna á hollustu, nytsemi og
göfgi íþróttanna, og síðasta áratuginn
hafa þær verið aðalmál héraðsþinganna og
héraðsmótin helguð þeim nær einvörðungu.
Verður síðar nánar getið þeirrar starf-
semi.
Tímarnir breytast — sviðið stækkar, ný
verkefni krefjast úi’lausnar. Öllum menn-
ingar- og framfaramálum vilja samtökin
veita nokkurt lið. Ný hugsjónamál koma
og til sögunnar, sem ungmennafélögin
leysa á eigin vettvangi.
1 sambandi við héraðsþingið 1946 var
haldin almenn skemmtisamkoma á Blöndu-
ósi. Leikfélag á Skagaströnd sýndi sjón-
leikinn ,,Tengdamamma“. Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps söng undir stjórn Jón-
asar Tryggvasonar. Var leikflokknum og
kórnum fagnað og þakkað að verðleikum.
Húsfyllir var á samkomunni. Þá var stig-
inn dans lengi nætur.
Nýbreytni þessi varð til þess, að farið
var að ræða um, hvort ekki væri rétt, að
sambandið stofnaði skemmtisamkomu á
vetri hverjum með fjölbreyttri skemmti-
skrá og stæði sá mannfagnaður í viku, svo
sem brúðkaupsfagnaður í fornum sið, en
þar fóru fram margs konar þjóðlegir leikir
Þó að þessi sæluvika Húnvetninga hafi ver-
ið með öðrum hætti og þjónað nokkuð öðr-
um tilgangi, er ekki fyrir að synja, að hún
hafi leitt saman mann og meyju til varan-
legra kynna og lífshamingju.
Var málinu hrundið í framkvæmd 1948.
Stóðu þær samkomur yfir sex daga. Þessi
„sæluvika" hlaut nafnið Húnavaka. Síðan
hefur „vakan“ verið haldin ár hvert, nema
1949 féll hún niður vegna samkomubanns.
Á héraðsþinginu árið 1949 flutti P. V.
G. Kolka héraðslæknir erindi um sjúkra-
húsmál og fleiri héraðsmál Húnvetninga.
En bygging héraðshælisins var þá ákveðin.
Héraðsþingið samþykkti, að sambandið
veitti málinu stuðning. Alls gaf U.S.A.Ii.
til byggingarinnar 40 þúsund krónur. For-
maður sambandsins, Guðmundur Jónasson,
gaf héraðshælinu úr eigin pyngju stóra
S K I N F A X I
15