Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 28
fleiri íþróttum. Voru þar í fremstu röð Hjálmar Þorsteinsson nú bóndi á Hofi á Kjalarnesi, Halldór Snæhólm og Ingimund- ur Bjarnason, Kirkjuskarði, nú búsettur á Sauðárkróki. Ungmennafélagið Vorblær. Ungmennafélagið Vorblær var stofnað að Höskuldsstöðum á pálmasunnudag 1938. Er félagssvæðið Höskuldsstaðasókn. Hefur það tekið við hlutverki fyrirrennara sinna, Ungmennafélagsins Framsóknar og Ungmennafélagsins Morgunroðans á Lax- árdal. Félagið hefur, sem önnur slík, iagt stund á fegrun móðurmálsins í mæltu og rituðu máli. Félagið hefur haft umræðufundi um þjóðþrifamál og gefið út félagsblað. Þá hefur það hvatt félagsmenn sína til að æfa ýmsar frjáisar íþróttir, svo sem aðstaða hefur leyft. Skákíþróttin hefur og verið iðkuð nokkuð á vegum félagsins. Stærsta framkvæmd félagsins er efa- laust bygging samkomuhúss fyrir félags- svæðið. Byggingarvinnan var framkvæmd af sjálfboðaliðum. Á stofnfundi voru félagar 22 að tölu, en fjölgaði brátt og urðu flestir sextíu. Var þá um skeið mikil gróska í félaginu, syngj- andi líf og fjör. Félagið æfði söng. Síðustu ár hafa margir félagar helzt úr lestinni, en fáir fyllt skarðið, og því hefur hallað undan fæti um stund. Ungmennafélagið Vorboðinn. Ungmennafélagið Vorboðinn var stofnað 3. janúar 1916. Árið eftir gekk félagið í S.U.A.H. og tók þátt í störfum sambands- ins til ársins 1932. Þá mun hafa dregið úr félagsstarfi nokkur ár, en síðan hófst það að nýju með eldmóði æskunnar 4. des. 1937. Vafalaust hafa það þótt tíðindi mik- il, þegar Vorboðinn kom í svartasta skammdeginu, er hans var sízt von. Hafði það þó skeð einu sinni áður, en frá þeim atburði voru þá liðin nær 21 ár. Timabilið 1916—1937. Umf. Vorboðinn reyndist hugsjónaríkt og starfsamt félag við allar framkvæmdir S.U.A.H. Félagið var áhugasamt um íþróttir og studdi sundlaugarmálið eftir beztu getu. Árið 1916 byrjar félagið að gefa út handritað félagsblað. Hefurblaðiðkomiðút flest ár síðan, venjulegast fjögur tölublöð á ári. Á árunum 1922 til 1930 eru greinar, sögur og ljóðmæli — kvæði og vísur — í hverju blaði, flest frumsamið efni, en sumt þýtt. Má marka af efni blaðsins, að mikill andlegur gróandi hefur verið í félaginu. Á fremstu síðu fyrsta tölublaðsins, sem útgefið var 1922, er kvæðið Nýársnótt eft- ir Guðmund Frímann. 1 sama blaði er smá- sagan „Hugsjónir rætast“ eftir Pál Árna- son. Eru hugsjónir ungmennafélaganna og stefnumál tekin til meðferðar í söguformi. Þá á Bjarni 0. Frímannsson langa ferða- sögu í blaðinu. Allt er blað félagsins þrung- ið eldmóði æskunnar, birtir þrár liennar, vonir og fögur heit um að vinna óðali sínu og ættjörð allt það gagn sem má, og bregð- ast aldrei hugsjónastefnu félagsins. Af þessu má ljóst vera að félagið hefur alltaf haldið þeirri stefnu, sem það valdi sér í upphafi. Að öðru leyti er ekki hægt að rekja sögu félagsins á þessu tímabili, því að heimildir vantar. 28 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.