Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 25
rækt var og er eitt af hugsjónamálum ung- mennafélaganna. Er félagið sótti um landsspildu til skógræktar í landi Hösk- uldsstaða, neitaði ríkisstjórnin beiðninni, þrátt fyrir meðmæli sr. Jóns Pálssonar. Sannarlega var enginn ofvöxtur í skóg- ræktaráhuga valdhafanna á þeim árum. Er félaginu tókst ekki að koma upp eigin reit, sneri það sér að heimilisskrúðgörðum og útvegaði trjáplöntur þeim, er vildu. Félagið ræddi um dýravernd. Beitti það sér fyrir m. a. að byggja skýli á Skaga- strönd yfir hesta ferðamanna. Meðan ekk- ert var skýlið, voru hestarnir ilia leiknir í vondum veðrum haust, vetur og vor. Árið 1914 stofnaði Umf. Framsókn eigið bókasafn. Fyrstu bækurnar í safnið gaf Sigurjón Jóhannsson. Fóru þá aðrir félags- menn að dæmi hans. Þannig eignaðist fé- lagið allar íslendingasögurnar. Keypti síð- an nokkrar bækur ár hvert. Þá fékk og fé- lagið safn bóka frá Lestrarfélagi Hösk- uldsstaðasóknar, er hætt var að starf- rækja. Almenningur átti kost á að fá fé- lagsbækurnar lánaðar að vild. Ein eða fleiri skemmtisamkomur voru haldnar á vegum félagsins vetur hvern, mörg fyrstu starfsárin. Á samkomunum voru flutt fræðandi erindi, ljóð lesin og dans stiginn. Á tveim slíkum samkomum félagsins flutti Guðmundur Hjaltason fyr- irlestra. Um árabil átti félagið nokkrar heybirgð- ir, svo hjálpa mætti nauðstöddum í harð- indum. Var heyjanna aflað með sjálfboða- vinnu félagsmanna. En mannræktin var þó meginhugsjóna- mál félagsins, ekki einvörðungu líkamleg, heldur miklu fremur ræktun fornra dyggða. „Helbrigð sál í hraustum líkama“ var kjörorðið. Munu ýmsir minnast Umf. Framsóknar með þakklæti fyrir mannbæt- andi áhrif félagsandans. Umf. Framsókn var brautryðjandi ung- mennafélagshreyfingarinnar í Austur— Húnavatnssýslu. Það var eina ungmenna- félagið á fyrri stofnfundi Félagssambands- ins þ. 10. febrúar árið 1912. Var félagið fyrstu tuttugu starfsár sambandsins mik- ilvirkur þátttakandi þess. Æskulýðsfélögin á Ásum. Málfundafélagið Framtíðin var stofnað þ. 16. janúar 1904. Félagið hélt fundi mán- aðarlega yfir veturinn, en á sumrin leið lengur milli funda. Fundir félagsins voru með svipuðu sniði og annarra málfundafélaga. Auk æfinga í mælskulist var blað félagsins lesið upp, en það flutti greinar, ljóð og sögur. Félagið Framtíðin var lengi fjölmennt og félagslífið með miklum blóma. Eitt af séreinkennum félagsins var, að á fundum þess voru sungin ættjarðarljóð undir for- ustu góðra söngmanna. Að frumkvæði félagsins Framtíðin var stofnað bindindisfélagið Viljinn í Torfa- lækjarhreppi árið 1908. Bæði þessi félög voi-u stofnfélög sambandsfélagsins árið 1912. Þessi tvö félög voru sameinuð árið 1915. Félagið Viljinn hvarf úr sögunni sem slíkt, en Framtíðin starfaði áfram með auknum krafti. Árið 1919 var fél. Framtíðin breytt í ungmennafélag. Starf- aði það í S.U.A.H. fram til ársins 1933, en mun þá hafa lagzt í dvala. Sumir fundir félagsins Framtíðin voru innbyrðis skemmtisamkomur félagsmanna og var þar margt til gleðskapar, er laðaði fólk í félagið. Þá stofnaði félagið Fram- S K I N F A X I 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.