Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 7
fræðsla, lestrarfélög og bókaval, og ákvörð- un tekin um að fá Guðmund Hjaltason til að ferðast milli sambandsdeildanna og flytja erindi á fundum þeirra og almenn- um samkomum. Kjörin voru í fyrstu stjórn sambands- ins: Jón Pálmason, Hafsteinn Pétursson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Fyrstu fimm starfsár sambandsins voru tvö fulltrúaþing haldin ár hvert, annað í febrúar eða marzmánuði, en hið síðara í desember. Reynslan var sú, að seinna þingið var venjulega fámennt. Því var ákvæðið um tvo þingfundi árlega fellt úr lögum sambandsins árið 1917, en í þess stað kom heimild um boðun aukaþings, ef nauðsyn krefði. Fulltrúar umf. á héraðsþingum börðust fyrir því, að öll æskulýðsfélög innan sam- bandsins tileinkuðu sér stefnuskrá og skuldbindingar U.M.F.I. og lögðu til að sambandið gerði það að þátttökuskilyrði. Mætti þetta mikilli mótspyrnu í fyrstu og bar margt til. Sumir fulltrúar málfunda- félaganna voru fastheldnir um gömlu formin, aðrir töldu stefnuskrá umf. of um- fangsmikla og jafnvel oflátungslega, og enn aðrir, sérstaklega miðaldra menn, for- dæmdu bindindisheitið, og hótuðu þeir úr- sögn, ef strangt væri eftir bindindi gengið. Fram til ársins 1915 voru aðeins tvö umf. í samtökunum: Umf. Framsókn og Umf. Sveinsstaðahrepps, því Umf. Blöndu- óss virðist hafa horfið úr sögunni þegar á öðru starfsári sambandsins. Þetta ár (1915) bættist samtökunum nýtt félag, Umf. Dagsbrún, en það hvarf aftur næsta ár. Hefur félagið sennilega hætt störfum. Umf. Vorboðinn í Langadal gekk í sam- bandið árið 1916. Þann 22. febrúar 1919 samþykkti hér- aðsþing að ganga sem heild í U.M.F.Í. og breytti lögum sínum samkvæmt því. Gerðu þá sambandsfélögin slíkt hið sama. Sum málfundafélögin breyttu þá heiti sínu og stefnuskrá, en önnur heltust úr lestinni, en voru sum seinna endurreist sem ungmennafélög. Eins og áður greinir var héraðssam- bandið eingöngu samtök félaga í Húna- vatnssýslu austan Gljúfurár, en seinna var heimiluð þátttaka umf. í Vestur-Húna- vatnssýslu. Var Umf. Miðfjarðar-Skeggi um skeið virkur þátttakandi, en vegna erfiðrar aðstöðu hvarf félagið brátt á braut. Á héraðsþingi, sem haldið var að Geita- skarði 13. febrúar 1921 var samþykkt að breyta nafni sambandsins og skyldi það nefnt Samband ungmennafélaga Austur- Húnavatnssýslu. Á þessu tímabili, 1912—1937, voru sam- bandsdeildimar níu, þegar flestar voru. En eftir að Kvenréttindafélagið á Blönduósi og Bindindisfélagið Viljinn hurfu úr sam- tökunum voru samstarfsfélögin flest árin 6 til 7. Hins vegar er ekki fyllilega kunn- ugt um tölu félagsmanna í sambandsdeild- unum, en eftir því sem bezt verður vitað, hafa þeir verið 170 til 180, þá flestir voru. Á ýmsu valt líf og starfsemi umf. á þessu tímabili. Sum urðu skammlíf, þar sem félagshyggja var af skornum skammti, eða önnur skilyrði fyrir félags- starfi erfið á vissu tímabili. Svo var t. d. á Blönduósi. Þar voru tvö umf. stofnuð á fyrstu áratugum aldarinnar, sem brátt hurfu af sviðinu. En þann 16. nóvember 1924 var þriðja tilraunin gerð. Þá var stofnað Umf. Hvöt og gekk þegar í sam- S K I N F A X I 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.