Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1969, Side 8

Skinfaxi - 01.07.1969, Side 8
Strákar úr UMFK og KFK voru að keppa í knattspyrnu á bezta malarvelli landsins. í bænum er aðeins einn mjög lítill sal- ur við barnaskólann, sem notaður er fyrir frjálsa íþróttastarfsemi frá því um kl. 6 síðdegis og svo á laugardögum og sunnudögum. Þetta er auðvitað hvergi nærri nóg, þar sem þessir tímar skiptast milli ÍBK og félaganna þriggja og kemur því lítið í hlut hvers aðila. Iþróttabandalagið hefur orðið að leigja tíma uppi á flugvelli fyrir mestarafl. í knattspyrnu og handknattleik, og í gamla bragganum (Krossinum) í Ytri- Njarðvík leigði Ungmennafélagið 20 tíma á viku í vetur. Við verðum því að æfa í íþróttasölum á þremur stöðum, þar af tveimur utanbæjar, og kostar það auðvitað fyrirhöfn og erfiði, en við vonum að ekki líði á löngu þar til stórt íþróttahús verður byggt hér í bæn um. Þetta er gamla „Úngó“, sem bráðlega verður að víkja, en UMFK byggir nýtt í staðinn. S — En þið hafið góða velli nú orðið? — Já, hér höfum við sennilega bezta malarvöllinn á landinu. Malarblandan í völlinn tókst með þeim ágætum, að það má næstum nota hann allan ársins hring, iíka á þeim tíma, sem aðrir mal- arvellir eru ófærir sökum aurs og eðju. Grasvöllurinn er mjög góður. Hann var vígður fyrir tveimur árum og nú er verið að ljúka við að fullgera hlaupa- brautina og unnið er að því að auka við áhorfendastæði. — Hvað er að segja um félagsstarf- ið, þegar íþróttunum sleppir? — Að sjálfsögðu fer mestur okkar tími og mestir kraftar í íþróttirnar, en bygging nýja félagsheimilisins er okk- ar stærsta félagslega átak á næstunni. Félagið keypti núverandi hús sitt árið 1936, en það var gamalt verzl- unarhús. Þetta gamla hús er búið að gegna stóru hlutverki í félagsmálum Keflavíkur, og það er allvistlegt að innan, þótt ytra borðið sé heldur óhrjá- legt. Nú þarf gamla „Ungó“ að víkja fyrir nýju skipulagi bæjarins. Við ætl- um að byggja nýtt félagsheimili og sam komuhús í staðinn. Við höfum fengið lóð hérna við Hringbrautina, og ætlun- in er að byrja í sumar, eins og ég sagði áðan. — Hvernig er fjárhagsafkoman? SKINFAXI Á

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.