Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1969, Page 11

Skinfaxi - 01.07.1969, Page 11
JÓHANNES SIGMUNDSSON: Þátttaka félagasamtaka í landgrœðslu Erindi flutt á ráðstefnu um gróðureyðingu og land grœðslu 13. apríl s. I. Nokkuð stytt Ég mun í þessu spjalli mínu einkum ræða þátttöku almennings og þá sér- staklega ungs fólks í gróðurvernd og landgræðslu. Ég hygg, að þeir, sem hér eru saman komnir, séu sammála um nauðsyn þess að landsmenn allir taki höndum saman í þessum efnum. Ef til vill erum við ekki að öllu leyti sammála um það, hve mikils virði þátt- taka almennings er, en óumdeilanlega hlýtur hún að verða málefninu mikils- verður stuðningur. Ekki hvað sízt þurfa augu hinna yngri, þeirra sem landið erfa, að opnast fyrir mikilvægi gróðurs og varðveizlu hans og aukningu. Af hálfu hins opinbera hefur á und- anförnum árum og áratugum verið unn ið mikið starf á þessum vettvangi, en nú hin síðustu ár hafa ýmis félagasam- tök boðið fram krafta sína og hafizt handa á þessum vettvangi, enda blasa verkefnin hvarvetna við. Lionsfélagar og þá einkum félagar í Lionsklúbbnum Baldri munu vera sá félagsskapur, er fyrstur leggur fram SKINFAXI sameinaða krafta sína á þessum vett- vangi með skipulögðum landgræðslu- ferðum og einnig hefur sá félagsskap- ur hvatt almenning til þátttöku, m. a. með því að hafa til sölu á benzínsölu- stöðvum og víðar fötur með áburði og grasfræi, er ferðamönnum er ætlað að taka með sér, og hafa þeir þannig að nokkru aflað fjár til þessarar starfsemi sinnar. Þá vil ég víkja að þætti ungmenna- félaganna í þessum málum. Ungmennafélagshreyfingin barst til Islands skömmu eftir aldamótin síð- ustu og náði skjótt mikilli útbreiðslu. Hafa ungmennafélögin síðan starfað hér á landi, einkum í strjálbýlinu, í rúm 60 ár og látið margvísleg málefni til sín taka. Heildarfélagatala mun nú vera um 13 þús. „Ræktun lýðs og lands“ eru einkunnarorð ungmennafélaga og hafa þau m. a. tekið virkan þátt í skógrækt- armálum á liðnum áratugum, og eiga mörg þeirra myndarlegar skógræktar- stöðvar. Einnig má minna á Þrastar- skóg, sem er eign UMFÍ. 11

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.