Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 17
vera að snúa við. Löndin austan garnla járntjaldsins liafa aukið íþróttakennslu í skólum sínum undanfarin ár. Sama hafa Ameríkumenn gert, eftir að her þeirra kvartaði stórlega yfir hve nýliðar yrðu með hverju árinu, sem liði, ver hæfir til herþjónustu. Síðast voru það svo Frakk- ar, sem í sumar er leið ákváðu að á yfir- standandi skólaári skyldu allir franskir skólanemar fá eina stund á dag til íþróttaiðkana. Á sama tíma hófu Norðmenn áróður fyrir æfingum almennings. „TRIM“ kalla þeir það. Hefur sú hreyfing slegið í gegn og verið tekin upp í fjölda landa og stendur til að ÍSÍ hefji áróður fyrir henni hér á landi, þegar nafn á hana er fundið og aðstaða sköpuð til að taka á móti og hjálpa þeim, sem hlýða munu kallinu. Facit verksmiðjurnar sænsku, sem hafa útibú víða um heim, hafa mjög ákveðinn framkvæmdastjóra. Gunnar Erikson heit- ir hann og er þekktur maður í sínu heimalandi og víðar. Fyrir skömmu hélt hann ræðu og lang- ar mig að endursegja hluta hennar og koma fyrir sjónir ykkar áliti þessa merka kaupsýslumanns á „motion“ og áhrifum þess; ræða þessi var haldin í Rotaryfé- lagi: „Fyrir mig, sem framkvæmdastjóra fyr- irtækis, er framlag okkar til íþrótta fjár- festing — á sama hátt og fyrirtækið fjár- festir í framleiðslu, þróun, kynningu og auglýsingum. Og ég álít það vera jafn mikilvægt, að hlúa að heilsuþjálfun starfsfólksins, og-að láta starfsfólkið læra meira um starf sitt á námskeiðum. Það er ekkert vafamál, og reyndar hafið vfir all- Svolitla hugkvæmni þart til aS koma upp áhrifamiklum æfingatækjum á vinnustöðum. Prófið þetta á ykkar vinnustað! an efa, að háðir aðilar fá hærri vexti af liveri krónu til menntunar starfsfólksins ef þær eru notaðar til að greiða kostaað á menntun fólks, sem einnig hefur heim- sóknir í heilsusali á sinni daglegu braut. Það er og vitað, að fólk verður ánægð- ara, ef hægt er að gefa því möguleika til meiri fjölbreytni og heilbrigðara lífs í frístundunum — sundhallir, íþróttahallir, golfbrautir, raflýst skíðaspor, vinnumæl- ingahjól eru allt mjög þýðingarmikil atriði í keppninni um vinnuaflið. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.