Skinfaxi - 01.02.1970, Page 24
fram á árinu 1969, og bar sveit Umf. Skalla-
gríms sigur úr býtum. Mikikll áhugi er á
starfsíþróttum, og var starfsíþróttamót hald-
iS með 21 þátttakanda. UMSB. greiðir kr.
200.000.— til Byggðasafns Borgarfjarðar á
árinu 1969. Húsafellsmótið tókst mjög vel
á s.l. sumri, og er mikil fjárhagsleg lyfti-
stöng sambandinu og öllum aðildarfélögum
þess. Fjölþætt íþróttastarfsemi fer fram á
vegum UMSB. í flestum greinum íþrótta, og
athygli vegur hin mikla þátttaka yngstu æsk-
unnar og val verkefna þeim til handa.
Ársskýrslu UMSB. lýkur svo með athyglis-
verðu yfirliti um starfsemi hinna einstöku
aðildarfélaga innan sambandsins.
Ymsar stórmerkar samþ. voru gerðar á
þessu 48. ársþingi UMSB. í sambandi við
íþróttamál, og íþróttamannvirki, varðandi
menningarlegt samkomuhald, til stjórnvalda,
og þakkir og hvatning til landssambandanna
UMFÍ og ÍSÍ. Hinum vinsæla félagsleiðtoga
Höskuldi Goða Karlssyni voru sendar kveðj-
ur frá þinginu í bundnu máli.
Eitt félag gekk í sambandið á þessu þingi,
Umf. Egill Skallagrímsson.
Stjórn UMSB. var öll endurkosin en hana
skipa: Vilhjálmur Einarsson form., Óttar
Geirsson gjaldkeri, Sigurður B. Guðbrands-
son ritari, og meðstjórnendur: Sigurður R.
Guðmundsson og Sveinn Jóhannesson.
48. HÉRAÐSÞING HSK.
Héraðssambandið Skarphéðinn hélt 48.
ársþing sitt í húsi sambandsins á Selfossi 14.
og 15. febrúar 1970. Formaður Skarphéðins,
Jóhannes Sigmundsson, setti þingið og flutti
skýrslu stjórnarinnar. Skýrslan hafði verið
gefin út prentuð með miklum upplýsingum
um starf ungmennafélaganna á Suðurlandi,
og einnig flytur hún metaskrár HSK í íþrótt-
um.
Eggert Haukdal, gjaldkeri, skýrði reikn-
inga sambandsins. Sýslufélögin í Árnes- og
Rangárvallasýslum og 25 hreppsfélög styrktu
Skarphéðin með fjárframlögum, alls kr.
165.750.00. Sambandið lagði kr. 352.660.00
til Skarphéðinsheimilisins, auk þess sem
tekjuafgangur á rekstrarreikningi hússins er
um 270 þús. krónur.
Þingið gerði margar ályktanir um dag-
skrármál ungmennaíélaganna og baráttumál
HSK, svo sem félagsmál, bindindismál, land-
græðslumál, spurningakeppni og samkomu-
hald í héraðinu, starfsíþróttir, íþróttamál og
ýmis önnur menningarmál. Þingið hvatti
aðildarfélögin til að fjölga áskriftum að
Skinfaxa hvert á sínu félagssvæði. Takmark-
ið er, að Skinfaxi komi á hvert heimili ung-
mennafélaga á sambandssvæðinu.
Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ
og ritari HSK, flutti þinginu kveðjur stjórn-
ar UMFÍ. Hann færði héraðssambandinu að
gjöf þrjú myndaalbúm með myndum frá
starfsemi Skarphéðins á liðnum árum. Her-
mann Guðmundsson flutti kveðjur frá fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ og sagði frá starfi þess.
Hafsteinn Þorvaldsson gaf ekki kost á sér
til starfa áfram í stjórn sambandsins, en
hann var kosinn formaður Ungmennafélags
íslands á þingi þess s.l. sumar. Hafsteinn
hefur verið ritari Skarphéðins í samfellt 10
ár, og færði þingið honum þakkir fyrir vel
unnin störf.
Formaður HSK var endurkjörinn Jóhann-
es Sigmundsson og sömuleiðis gjaldkerinn
Eggert Haukdal. Ritari var kosinn Hjörtur
Jóhannsson, Hveragerði. Varastjórn var
endurkjörin, en hana skipa: Stefán Jasonar-
son, Hermann Sigurjónsson og Björn Sig-
urðsson.
Jóhannes
Sigmundsson,
form. HSK.
24
SKINFAXI